Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2020 22:03 Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Egill Aðalsteinsson Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. 260 íbúar Reykhólasveitar hafa ekki getað verslað í eigin heimabyggð eftir að Hólabúð og sambyggðum veitingastað var lokað í byrjun október. Hólabúð og veitingastaðurinn voru í rauða húsinu við heimreiðina að Reykhólum.Egill Aðalsteinsson „Þetta var áfall,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Fyrir íbúana í þéttbýlinu á Reykhólum þýddi þetta að það var ekki lengur hægt að skreppa út í búð að kaupa í matinn. Næsta búð er nefnilega á Hólmavík en þangað er 50-60 mínútna akstur yfir Þröskulda. Sveitarstjórinn segir íbúana einnig sækja í Búðardal og jafnvel alla leið í Borgarnes til að gera innkaupin en í öllum tilvikum þarf að fara yfir fjallveg. „Þetta er ekki þægilegt ástand og það fer náttúrlega versnandi. Við erum búin að búa við það að það hafi verið gott veður hingað til. Það er ekki búin að vera hálka eða annað. En auðvitað þegar fara að koma snjór og hálka þá fara aðstæður að breytast og þá verður þetta mikið erfiðara.“ Frá Reykhólum. Þaðan eru 58 kílómetrar til Hólmavíkur um Þröskulda og 75 kílómetrar í Búðardal um Svínadal.Egill Aðalsteinsson En ekki er öll nótt úti enn. Reykhólabúar gætu brátt tekið gleði sína á ný. Sveitarstjórinn segir áhugasama aðila hafa gefið sig fram um að reka verslun. „Þannig að ég sé bara fram á bjarta tíma. Þetta eru ekki endalokin. Það opnast dyr þegar aðrar lokast.“ -Þannig að það verður kannski hægt að kaupa jólamatinn á Reykhólum? „Kannski ekki jólamatinn. En væntanlega mjög fljótlega eftir áramót verður hægt að kaupa í matinn á Reykhólum,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Strandabyggð Dalabyggð Byggðamál Verslun Tengdar fréttir Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. 260 íbúar Reykhólasveitar hafa ekki getað verslað í eigin heimabyggð eftir að Hólabúð og sambyggðum veitingastað var lokað í byrjun október. Hólabúð og veitingastaðurinn voru í rauða húsinu við heimreiðina að Reykhólum.Egill Aðalsteinsson „Þetta var áfall,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Fyrir íbúana í þéttbýlinu á Reykhólum þýddi þetta að það var ekki lengur hægt að skreppa út í búð að kaupa í matinn. Næsta búð er nefnilega á Hólmavík en þangað er 50-60 mínútna akstur yfir Þröskulda. Sveitarstjórinn segir íbúana einnig sækja í Búðardal og jafnvel alla leið í Borgarnes til að gera innkaupin en í öllum tilvikum þarf að fara yfir fjallveg. „Þetta er ekki þægilegt ástand og það fer náttúrlega versnandi. Við erum búin að búa við það að það hafi verið gott veður hingað til. Það er ekki búin að vera hálka eða annað. En auðvitað þegar fara að koma snjór og hálka þá fara aðstæður að breytast og þá verður þetta mikið erfiðara.“ Frá Reykhólum. Þaðan eru 58 kílómetrar til Hólmavíkur um Þröskulda og 75 kílómetrar í Búðardal um Svínadal.Egill Aðalsteinsson En ekki er öll nótt úti enn. Reykhólabúar gætu brátt tekið gleði sína á ný. Sveitarstjórinn segir áhugasama aðila hafa gefið sig fram um að reka verslun. „Þannig að ég sé bara fram á bjarta tíma. Þetta eru ekki endalokin. Það opnast dyr þegar aðrar lokast.“ -Þannig að það verður kannski hægt að kaupa jólamatinn á Reykhólum? „Kannski ekki jólamatinn. En væntanlega mjög fljótlega eftir áramót verður hægt að kaupa í matinn á Reykhólum,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Strandabyggð Dalabyggð Byggðamál Verslun Tengdar fréttir Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07