Lífið

Jólatréð við Rockefeller Center þykir táknmynd ársins 2020

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Jólatré ársins 2020? Dæmi nú hver fyrir sig.
Jólatré ársins 2020? Dæmi nú hver fyrir sig. epa/Peter Foley

Nokkrar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum vestanhafs um hið margfræga jólatré við Rockefeller Center í New York. Tréð var sett upp 14. nóvember sl. og fékk umsvifalaust einkunnina: Jólatré ársins 2020.

Flestir eru sammála um að árið 2020 fari í sögubækurnar sem eitt leiðinlegasta ár 21. aldarinnar. Það færði okkur Covid-19 og skógarelda í Ástralíu sem urðu hundruð milljónum dýra að bana. George Floyd var drepinn af lögreglumanni, Kobe Bryant og dóttir hans létust í þyrluslysi og Sean Connery féll frá. 

Jarðaberjamolinn hvarf úr Nóa Siríus konfektkassanum.

Svona mætti lengi telja.

Og sumum þykir ástand jólatrésins við Rockefeller Center endurspegla þetta dapurlega tímabil.

Tréð hefur, eins og tré gera, hins vegar svarað fyrir sig.

Og það er reyndar ekki eina jólatréð vestra sem hefur lent milli tannanna á fólki. Jólatré Macy's í Ohio fékk sömu einkunn en sýndi og sannaði að með smá jákvæðni og vinnu má gera gott úr.. ja, næstum öllu.

Þess má geta að bæði trén eru rauðgreni en tendrun ljósanna á trénu við Rockefeller Center er hefð sem nær aftur til ársins 1933 og milljónir fylgjast með í beinni útsendingu á NBC.

Rockefeller-tréð á venjulegu ári.epa/Jason Szenes

Tengdar fréttir

Covid-19 ætti ekki að fæla fólk frá því að sækja sér jólatré

„Staðan er nú bara eins og verið hefur; við erum að fá hópa og fella tré og selja í heildsölu. Ég held reyndar að í ár verði fólk kannski að plana með styttri fyrirvara, því ástandið er búið að vera eins og það er. Fólk er kannski ekkert að hugsa fram í tímann fyrr en næstu leiðbeiningar koma.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×