Innlent

Spilar samtímis á píanó, trommur og bassa og syngur með

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Guðmundur Reynir Gunnarsson, eða Mummi eins og hann er alltaf kallaður í leikherberginu sínu í Grafarvogi þar sem hann er duglegur að æfa sig og spila á nokkur hljóðfæri samtímis og syngja með.
Guðmundur Reynir Gunnarsson, eða Mummi eins og hann er alltaf kallaður í leikherberginu sínu í Grafarvogi þar sem hann er duglegur að æfa sig og spila á nokkur hljóðfæri samtímis og syngja með. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Guðmundur Reynir Gunnarsson, eða Mummi eins og hann er alltaf kallaður er fjölhæfur tónlistarmaður því hann spilar á píanó og trommur í einu, auk þess að syngja og spila á fótbassa, allt gert samtímis.

„Leikherbergi Guðmundar Reynis eins og hann kallar það sjálfur er á efri hæðinni í íbúðinni hans í Grafarvogi. Skemmtilegustu leiktækin eru hljóðfærin hans en hann hefur náð ótrúlegri færni í að spila á nokkur hljóðfæri í einu og samhæfa allar hreyfingar samkvæmt takti lagsins, sem hann spilar í það og það skipti.

„Ég er bara að prófa mig svolítið áfram að spila á píanó og trommur og bæti svo bassa við. Ég byrjaði að prófa að gera trommur og píanó í einu en þá var ég með besta vin minn á bassanum en svo flutti hann til London og þá ákvað ég að ég þyrfti að leysa þetta einhvern veginn. Þá útbjó ég mér fótbassa eins og orgel petalar og leysti það bara þannig,“ segir Mummi.

En hvernig með samhæfinguna þegar Guðmundur þarf að gera alla þessa hluti í einu, er það ekki erfitt?

„Jú, jú, það er flókið, ég byrjaði náttúrulega bara fyrst á píanói og trommunum, það var fínt, það er kannski komið, svo kom fótbassinn, þannig að samhæfingin er aðallega að gera þetta bara í skrefum.“

Mummi er ótrúlega fjölhæfur tónlistarmaður, sem fer létt með að spila á nokkur hljóðfæri í einu og syngja auk þess með.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eitt af lögunum frá Mumma, sem hann hefur tekið upp og sett á YouTube



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×