Bæði námsárangur og líðan verri vegna Covid-19 Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 18. nóvember 2020 19:08 Næstum annar hver nemandi á fyrsta ári í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna. Næstum helmingur segir að faraldurinn hafi slæm áhrif á andlega heilsu. Teymi hjá sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur unnið að rannsókninni. Hún er partur af langtímarannsókninni LIFECOURSE, sem er framkvæmd undir forystu Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessors við sálfræðideildina, og þar sem fylgst hefur verið með börnum fæddum árið 2004 frá því þau voru í móðurkviði. Ákveðið var að rannsaka áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan barnanna sem í dag eru 16 ára. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR.Vísir/Egill „Og eru á skrítnum tímum þegar Covid-19 skellur á. Af því að þau eru á síðasta ári í grunnskóla þegar fyrsta bylgjan skellur á og núna eru þau sem fóru í framhaldsskóla á fyrsta ári þar,“ segir Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR. Í úrtakinu voru 400 ungmenni. Þórhildur segir það hafa komið á óvart hve víðtæk áhrif faraldurinn hefur haft á börnin. „Það sem er mjög sláandi er að um helmingur er að segja að þetta hafi slæm áhrif á andlega heilsu.“ Meira sé um kvíða og depurð. „Ef maður spyr hreint út: „Hvernig eru þið að upplifa þetta? Er aukning í depurð, kvíða, áhyggjum eða því um líkt?“ þá er rosalega hátt hlutfall að segja já við því,“ segir Þórhildur. Vísir/HÞ „Ungmenni hafa áhyggjur af því að aðrir smitast. Þeim finnst voða erfitt að geta ekki hitt vini sína og svo er það þetta breytta fyrirkomulag sem varðar kennslu og bara almennt í rútínu hjá þeim. Það er að hafa mjög slæm áhrif.“ Vísir/HÞ Hér sjást breytingar á því hvernig börnin upplifa námsárangur sinn í fyrstu og þriðju bylgju. Í fyrstu bylgju upplifðu 32 prósent námsárangurinn verri en í venjulegu árferði en 43,9 prósent upplifa hann verri í þriðju bylgju. Vísir/HÞ „Núna í þriðju bylgju er þetta búið að hækka og það er alveg einn af hverjum tveimur til þremur sem segir þetta hafa slæm áhrif á námsárangur.“ Krakkarnir séu í fyrsta sinn í Menntaskóla og líklegt að ekki myndist sterk sambönd við kennara samnemendur. „Svo er þetta líka sérstakur aldur að því leyti að það eru margar líffræðilegar breytingar að eiga sér stað,“ segir Þórhildur. Fylgst verður með langtímaáhrifum hjá hópnum og þau spurð aftur eftir nokkra mánuði. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Næstum annar hver nemandi á fyrsta ári í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna. Næstum helmingur segir að faraldurinn hafi slæm áhrif á andlega heilsu. Teymi hjá sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur unnið að rannsókninni. Hún er partur af langtímarannsókninni LIFECOURSE, sem er framkvæmd undir forystu Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessors við sálfræðideildina, og þar sem fylgst hefur verið með börnum fæddum árið 2004 frá því þau voru í móðurkviði. Ákveðið var að rannsaka áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan barnanna sem í dag eru 16 ára. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR.Vísir/Egill „Og eru á skrítnum tímum þegar Covid-19 skellur á. Af því að þau eru á síðasta ári í grunnskóla þegar fyrsta bylgjan skellur á og núna eru þau sem fóru í framhaldsskóla á fyrsta ári þar,“ segir Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR. Í úrtakinu voru 400 ungmenni. Þórhildur segir það hafa komið á óvart hve víðtæk áhrif faraldurinn hefur haft á börnin. „Það sem er mjög sláandi er að um helmingur er að segja að þetta hafi slæm áhrif á andlega heilsu.“ Meira sé um kvíða og depurð. „Ef maður spyr hreint út: „Hvernig eru þið að upplifa þetta? Er aukning í depurð, kvíða, áhyggjum eða því um líkt?“ þá er rosalega hátt hlutfall að segja já við því,“ segir Þórhildur. Vísir/HÞ „Ungmenni hafa áhyggjur af því að aðrir smitast. Þeim finnst voða erfitt að geta ekki hitt vini sína og svo er það þetta breytta fyrirkomulag sem varðar kennslu og bara almennt í rútínu hjá þeim. Það er að hafa mjög slæm áhrif.“ Vísir/HÞ Hér sjást breytingar á því hvernig börnin upplifa námsárangur sinn í fyrstu og þriðju bylgju. Í fyrstu bylgju upplifðu 32 prósent námsárangurinn verri en í venjulegu árferði en 43,9 prósent upplifa hann verri í þriðju bylgju. Vísir/HÞ „Núna í þriðju bylgju er þetta búið að hækka og það er alveg einn af hverjum tveimur til þremur sem segir þetta hafa slæm áhrif á námsárangur.“ Krakkarnir séu í fyrsta sinn í Menntaskóla og líklegt að ekki myndist sterk sambönd við kennara samnemendur. „Svo er þetta líka sérstakur aldur að því leyti að það eru margar líffræðilegar breytingar að eiga sér stað,“ segir Þórhildur. Fylgst verður með langtímaáhrifum hjá hópnum og þau spurð aftur eftir nokkra mánuði.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira