Innlent

Þor­kell nýr for­stjóri Náttúru­fræði­stofnunar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þorkell Lindberg Þórarinsson er nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunar.
Þorkell Lindberg Þórarinsson er nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunar. Stjórnarráðið

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Þorkel Lindberg Þórarinsson í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands til næstu fimm ára. Hann tekur við starfinu af Jóni Gunnari Ottóssyni.

Þorkell er með BS-gráðu í líffræði og lauk MS-prófi í dýravistfræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Hann hefur einnig lagt stund á diplómanám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Þorkell hefur starfað sem forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands frá árinu 2003. Hann er stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík og Rannsóknastöðvarinnar Rifs, ásamt því að gegna formennsku í stjórn Náttúruverndarnefndar Þingeyinga. Þorkell hefur leitt og stýrt fjölda rannsóknaverkefna, sem og verið meðhöfundur fjölda ritrýndra vísindagreina.

Eiginkona Þorkels er Sesselja Guðrún Sigurðardóttir og eiga þau tvær dætur.

Embætti forstöðumanns Náttúrufræðistofnunar var auglýst í september og sóttu 12 um embættið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×