„Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 08:08 Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Almannavarnir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. Hann segir þróunina á faraldrinum í rétta átt, vonandi sé smitstuðullinn undir einum og haldist þannig enda sé ekki verið að gera miklar breytingar á samkomutakmörkunum næstu tvær vikurnar. Thor fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Hann var í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er tíu manna samkomubann og svo framvegis þannig að ef þetta heldur áfram í þessum farvegi þá eigum við eftir að sjá vonandi lágar tölur um mánaðamótin en þá er um að gera að halda þetta út svo það komi ekki bakslag,“ sagði Thor. Aðspurður hvort ætla mætti að þjóðin gæti haldið gleðileg jól sagðist hann telja að hægt væri að gera ráð fyrir því „ef við höldum þessu góða gengi alveg inn í miðjan des. Ef við gleymum okkur ekki í byrjun des og höldum að allt sé komið í fína lag. Þá kemur nefnilega bakslagið akkúrat sirka 20. des. rétt fyrir jólin. Það er reynslan sem er að myndast núna.“ En hvernig eigum við að gera þetta næstu daga þrátt fyrir afléttingar? Hvernig eigum við að gera þetta til þess að við getum haldið gleðileg jól? „Gefa krökkunum rými, leyfa þeim að njóta þess núna að fá að hittast aðeins. Höldum okkur til baka, verum aðeins hlédræg. Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður, núll, eitt, tvö smit á dag og þá getum við kannski farið að skoða eitthvað málin,“ sagði Thor. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og frétt Stöðvar 2 um nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. Hann segir þróunina á faraldrinum í rétta átt, vonandi sé smitstuðullinn undir einum og haldist þannig enda sé ekki verið að gera miklar breytingar á samkomutakmörkunum næstu tvær vikurnar. Thor fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Hann var í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er tíu manna samkomubann og svo framvegis þannig að ef þetta heldur áfram í þessum farvegi þá eigum við eftir að sjá vonandi lágar tölur um mánaðamótin en þá er um að gera að halda þetta út svo það komi ekki bakslag,“ sagði Thor. Aðspurður hvort ætla mætti að þjóðin gæti haldið gleðileg jól sagðist hann telja að hægt væri að gera ráð fyrir því „ef við höldum þessu góða gengi alveg inn í miðjan des. Ef við gleymum okkur ekki í byrjun des og höldum að allt sé komið í fína lag. Þá kemur nefnilega bakslagið akkúrat sirka 20. des. rétt fyrir jólin. Það er reynslan sem er að myndast núna.“ En hvernig eigum við að gera þetta næstu daga þrátt fyrir afléttingar? Hvernig eigum við að gera þetta til þess að við getum haldið gleðileg jól? „Gefa krökkunum rými, leyfa þeim að njóta þess núna að fá að hittast aðeins. Höldum okkur til baka, verum aðeins hlédræg. Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður, núll, eitt, tvö smit á dag og þá getum við kannski farið að skoða eitthvað málin,“ sagði Thor. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og frétt Stöðvar 2 um nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira