Innlent

Stór tölvuárás á fjármálageirann var gerð í síðustu viku

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásin var stór á íslenskan mælikvarða og varnarþjónusta brást.
Árásin var stór á íslenskan mælikvarða og varnarþjónusta brást. Vísir/Getty

Stór tölvuárás á aðila innan fjármálageirans hafði víðtæk áhrif hér á landi. Árásin var gerð mánudaginn 9. nóvember og var um að ræða svokallaða DDos árás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu.

Í tilkynningu á vef Póst- og fjarskiptastofnunar segir að árásin hafi hríslast um fjarskiptainnviði landsins og komið niður á greiðsluþjónustu og auðkennisþjónustu. Skaðinn hafi þó verið lágmarkaður með góðri samvinnu.

Í tilkynningunni segir að árásin hafi verið stór á íslenskan mælikvarða. Bilun í erlendri varnarþjónustu hafi ekki dregið úr stærð hennar, eins og þjónustan átti að gera, og því hafi hún haft afleiðingar hjá fjarskiptafélögunum.

CERT-IS netöryggisveitin vinnur með fjarskiptafélögunum og fjármálageiranum að því að greina árásina og mótvægisaðgerðir svo hægt sé að minnka möguleg áhrif þegar kemur að öðrum árásum.

Netöryggissveitin lýsti yfiróvissustigi fjarskiptageirans vegna yfirstandandi Rdos netárása á íslensk fyrirtæki í september. Það var í fyrsta sinn sem slíkt er gert.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.