Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. nóvember 2020 12:59 Katrín Jakobsdóttir, segir að harmleikurinn á Landakoti og skýrslan í framhaldinu sýna fram á brýna þörf fyrir uppbyggingu nýs sjúkrahúss. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti sýndi að nokkrar sýkingar, að minnsta kosti þrjár, hefðu borist inn í húsnæðið með skömmu millibili. Þá leiddi hún í ljós að aðstæður og aðbúnaður væru ófullnægjandi. Nær engin loftræsting er til staðar sem bætti síðan gráu ofan á svart. Fréttastofa ræddi í morgun við fyrrverandi deildarstjóra á Landakoti, sem þekkir húsnæðið vel, sem sagði húsnæðið ekki á vetur setjandi og sá ekki fyrir sér að starfsemi geti áfram verið í húsnæðinu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hvort skýrslan sýndi ekki fram á ákveðna veikleika í heilbrigðiskerfinu hvað varðar umönnun eldra fólks. „Þessi skýrsla er náttúrulega innri úttekt Landspítalans og nú fer hún í það ferli að landlæknir tekur málið til skoðunar þannig að ég vil í fyrsta lagi segja að ég tel að þetta mál sé í hárréttu ferli og í öðru lagi sýnir þetta þörfina á því að reisa nýjan Landspítala. Það er mjög mikilvægt að núverandi ríkisstjórn setti þá framkvæmd af stað, það var forgangsatriði að koma henni af stað því það hefur lengi legið fyrir að endurnýja húsnæði.“ Skýrslan hafi að auki sýnt fram á að annars konar úrbóta sé þörf. „Síðan er ýmislegt annað sem þarna kemur fram sem sýnir að úrbóta er þörf sem Landspítalann mun taka á sem varða þá ýmis smærri atriði, sóttvarnarráðstafanir og fleira og ég held að það sé mikilvæt að við drögum lærdóm af þessu en minni líka á að málið, auðvitað, er áfram í ferli og verður tekið til þessarar skoðunar hjá landlækni.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55 „Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“ Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. 13. nóvember 2020 17:19 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti sýndi að nokkrar sýkingar, að minnsta kosti þrjár, hefðu borist inn í húsnæðið með skömmu millibili. Þá leiddi hún í ljós að aðstæður og aðbúnaður væru ófullnægjandi. Nær engin loftræsting er til staðar sem bætti síðan gráu ofan á svart. Fréttastofa ræddi í morgun við fyrrverandi deildarstjóra á Landakoti, sem þekkir húsnæðið vel, sem sagði húsnæðið ekki á vetur setjandi og sá ekki fyrir sér að starfsemi geti áfram verið í húsnæðinu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hvort skýrslan sýndi ekki fram á ákveðna veikleika í heilbrigðiskerfinu hvað varðar umönnun eldra fólks. „Þessi skýrsla er náttúrulega innri úttekt Landspítalans og nú fer hún í það ferli að landlæknir tekur málið til skoðunar þannig að ég vil í fyrsta lagi segja að ég tel að þetta mál sé í hárréttu ferli og í öðru lagi sýnir þetta þörfina á því að reisa nýjan Landspítala. Það er mjög mikilvægt að núverandi ríkisstjórn setti þá framkvæmd af stað, það var forgangsatriði að koma henni af stað því það hefur lengi legið fyrir að endurnýja húsnæði.“ Skýrslan hafi að auki sýnt fram á að annars konar úrbóta sé þörf. „Síðan er ýmislegt annað sem þarna kemur fram sem sýnir að úrbóta er þörf sem Landspítalann mun taka á sem varða þá ýmis smærri atriði, sóttvarnarráðstafanir og fleira og ég held að það sé mikilvæt að við drögum lærdóm af þessu en minni líka á að málið, auðvitað, er áfram í ferli og verður tekið til þessarar skoðunar hjá landlækni.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55 „Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“ Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. 13. nóvember 2020 17:19 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
„Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34
Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55
„Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“ Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. 13. nóvember 2020 17:19
„Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06