Fjórir af hverjum tíu Íslendingum segjast trúaðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 07:08 Fyrr í haust var fjallað um könnunina í Kjarnanum. Þar kom fram að meirihluti væri hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, eða rúmlega 54 prósent svarenda. Vísir/Vilhelm Rúmlega fjórir af hverjum tíu Íslendingum telja sig trúaða ef marka má könnun sem Maskína gerði fyrir lífskoðunarfélagið Siðmennt í janúar á þessu ári og Fréttablaðið fjallar um á forsíðu sinni í dag. Í könnuninni kemur fram að lítill munur sé á á þeim sem segjast ekki vera trúaðir og vera trúaðir. Tuttugu prósent aðspurðra segjast síðan ekki getað sagt til um hvort þeir trúi. Kjarninn hefur greint frá hluta niðurstaðnanna og í blaðinu segir að þegar þær séu bornar saman við könnun frá árinu 2015 sjáist að trúuðum hefur fækkað og hinum trúlausu fjölgar. Þá er trúleysið útbreiddara meðal yngra fólks en samkvæmt könnuninni telur meira en helmingur fólks á aldrinum 18 til 39 ára sig ekki trúaðan. Fólk sem er aðeins með grunnskólamenntun er líklegast til að til að telja sig trúað, eða rúm 53 prósent. Tæp tuttugu prósent telja sig ekki trúuð. Meirihluti þeirra sem eru með framhaldsmenntun úr háskóla telur sig hins vegar ekki trúaðan eða tæp 48 prósent. 30 prósent segjast trúuð. Konur eru síðan líklegri til að telja sig trúaðar en karlar eða alls 45 prósent á móti 38 prósentum. 41 prósent karla telur sig ekki trúuð og 31 prósent kvenna. Trúuðum fækkar frá því sem var árið 2015, fer úr 46,6 prósentum í 41,6 prósent í ár, og þeim fjölgar sem telja sig ekki trúaða úr tæpum 30 prósentum í 36,1 prósent. Könnunin var gerð dagana 16. til 22. janúar 2020 og svöruðu 954. Þátttakendur höfðu ekki vitneskju um á hvers vegum könnunin væri samkvæmt upplýsingum frá Maskínu. Trúmál Þjóðkirkjan Skoðanakannanir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Rúmlega fjórir af hverjum tíu Íslendingum telja sig trúaða ef marka má könnun sem Maskína gerði fyrir lífskoðunarfélagið Siðmennt í janúar á þessu ári og Fréttablaðið fjallar um á forsíðu sinni í dag. Í könnuninni kemur fram að lítill munur sé á á þeim sem segjast ekki vera trúaðir og vera trúaðir. Tuttugu prósent aðspurðra segjast síðan ekki getað sagt til um hvort þeir trúi. Kjarninn hefur greint frá hluta niðurstaðnanna og í blaðinu segir að þegar þær séu bornar saman við könnun frá árinu 2015 sjáist að trúuðum hefur fækkað og hinum trúlausu fjölgar. Þá er trúleysið útbreiddara meðal yngra fólks en samkvæmt könnuninni telur meira en helmingur fólks á aldrinum 18 til 39 ára sig ekki trúaðan. Fólk sem er aðeins með grunnskólamenntun er líklegast til að til að telja sig trúað, eða rúm 53 prósent. Tæp tuttugu prósent telja sig ekki trúuð. Meirihluti þeirra sem eru með framhaldsmenntun úr háskóla telur sig hins vegar ekki trúaðan eða tæp 48 prósent. 30 prósent segjast trúuð. Konur eru síðan líklegri til að telja sig trúaðar en karlar eða alls 45 prósent á móti 38 prósentum. 41 prósent karla telur sig ekki trúuð og 31 prósent kvenna. Trúuðum fækkar frá því sem var árið 2015, fer úr 46,6 prósentum í 41,6 prósent í ár, og þeim fjölgar sem telja sig ekki trúaða úr tæpum 30 prósentum í 36,1 prósent. Könnunin var gerð dagana 16. til 22. janúar 2020 og svöruðu 954. Þátttakendur höfðu ekki vitneskju um á hvers vegum könnunin væri samkvæmt upplýsingum frá Maskínu.
Trúmál Þjóðkirkjan Skoðanakannanir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira