„Klárum þetta í júlí“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2020 08:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. vísir/vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um málið þegar Vísir náði tali af honum í morgun en sagði að áætlunin væri þannig að þegar grunur er um smit fari fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja með sjúkraflutningamönnum í hlífðarbúnaði um borð í vélina og flytja einstaklinginn sem grunaður er um smit frá borði. „Það fer eftir því hvernig staðan er inni í vélinni og annað hvernig það er gert. Það er reynt að gera það með þá sem minnstu raski fyrir alla aðra farþega. Ég hef ekki heyrt annað en að þetta hafi verið eins og áætlunin hafi gert ráð fyrir,“ segir Víðir. Það hvort farþeginn sé færður úr vélinni á undan öðrum farþegum sé til dæmis metið eftir því hvar viðkomandi sé í vélinni. „Þetta er áætlun sem við notum fyrir öll svona tilfelli þannig að það fer bara dálítið eftir því hvernig viðkomandi er, hvort hann er mikið veikur eða annað slíkt.“ Sýni sé tekið af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það sé yfirleitt gert þegar einstaklingurinn er kominn úr vélinni. „Og svo fer viðkomandi í ferli. Ef hann getur verið í einangrun heima hjá sér þá gerir hann það, annars getur hann fengið aðstöðu hjá okkur á meðan verið er að bíða eftir niðurstöðum úr þessu.“Horfa má á viðtal við Víði úr Bítinu í morgun í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Erlendir ferðamenn í sóttkví á sóttvarnaheimilinu Spurður hvort sóttvarnaheimilið við Rauðarárstíg sem virkjað var fyrr í mánuðinum hafi verið nýtt af mörgum segir Víðir um sex til sjö erlenda ferðamenn hafa fengið þar inni. Hann viti ekki hversu margir séu þar núna en einhverjir ferðamenn séu þar í sóttkví. Enginn sé í einangrun vegna smits. Þá kveðst Víðir ekki hafa heyrt af neinum vandræðum í tengslum við samkomubannið sem tók gildi á eina mínútu yfir miðnætti í nótt. „Ég held að það séu bara allir á þessari línu að reyna að átta sig á hvað þetta þýðir fyrir þá og næstu dagar munu fara aðeins í það,“ segir Víðir. Hann var spurður út bóluefni vegna veirunnar í Bítinu á Stöð 2 í morgun. Benti Víðir á að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði sagt það margoft að í þeim tímaramma sem yfirvöld hér væru að vinna í værum við ekki að fara að fá bóluefni. Þessi tímarammi væri um tólf vikur. „Þrír mánuðir, við erum að horfa á það. Við höfum talað um átta til tólf vikur. Þá erum við að tala um þessa kúrvu sem við höfum verið að birta. Við viljum ekki fá hana bratta, við viljum teygja úr henni. Brött kúrva eins og við höfum séð í sumum löndum, það hafa verið kannski átta vikur, níu vikur en við erum að tala um í okkar tilfelli tólf vikur. Þannig að ég hef verið að segja við fólk „Klárum þetta í júlí.“ Tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um málið þegar Vísir náði tali af honum í morgun en sagði að áætlunin væri þannig að þegar grunur er um smit fari fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja með sjúkraflutningamönnum í hlífðarbúnaði um borð í vélina og flytja einstaklinginn sem grunaður er um smit frá borði. „Það fer eftir því hvernig staðan er inni í vélinni og annað hvernig það er gert. Það er reynt að gera það með þá sem minnstu raski fyrir alla aðra farþega. Ég hef ekki heyrt annað en að þetta hafi verið eins og áætlunin hafi gert ráð fyrir,“ segir Víðir. Það hvort farþeginn sé færður úr vélinni á undan öðrum farþegum sé til dæmis metið eftir því hvar viðkomandi sé í vélinni. „Þetta er áætlun sem við notum fyrir öll svona tilfelli þannig að það fer bara dálítið eftir því hvernig viðkomandi er, hvort hann er mikið veikur eða annað slíkt.“ Sýni sé tekið af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það sé yfirleitt gert þegar einstaklingurinn er kominn úr vélinni. „Og svo fer viðkomandi í ferli. Ef hann getur verið í einangrun heima hjá sér þá gerir hann það, annars getur hann fengið aðstöðu hjá okkur á meðan verið er að bíða eftir niðurstöðum úr þessu.“Horfa má á viðtal við Víði úr Bítinu í morgun í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Erlendir ferðamenn í sóttkví á sóttvarnaheimilinu Spurður hvort sóttvarnaheimilið við Rauðarárstíg sem virkjað var fyrr í mánuðinum hafi verið nýtt af mörgum segir Víðir um sex til sjö erlenda ferðamenn hafa fengið þar inni. Hann viti ekki hversu margir séu þar núna en einhverjir ferðamenn séu þar í sóttkví. Enginn sé í einangrun vegna smits. Þá kveðst Víðir ekki hafa heyrt af neinum vandræðum í tengslum við samkomubannið sem tók gildi á eina mínútu yfir miðnætti í nótt. „Ég held að það séu bara allir á þessari línu að reyna að átta sig á hvað þetta þýðir fyrir þá og næstu dagar munu fara aðeins í það,“ segir Víðir. Hann var spurður út bóluefni vegna veirunnar í Bítinu á Stöð 2 í morgun. Benti Víðir á að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði sagt það margoft að í þeim tímaramma sem yfirvöld hér væru að vinna í værum við ekki að fara að fá bóluefni. Þessi tímarammi væri um tólf vikur. „Þrír mánuðir, við erum að horfa á það. Við höfum talað um átta til tólf vikur. Þá erum við að tala um þessa kúrvu sem við höfum verið að birta. Við viljum ekki fá hana bratta, við viljum teygja úr henni. Brött kúrva eins og við höfum séð í sumum löndum, það hafa verið kannski átta vikur, níu vikur en við erum að tala um í okkar tilfelli tólf vikur. Þannig að ég hef verið að segja við fólk „Klárum þetta í júlí.“ Tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira