Algjört heimsóknarbann í rúma fimm mánuði og ein tölva til afnota Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:30 Dæmi eru um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin sín frá upphafi faraldursins vegna strangra ráðstafana í fangelsunum. Formaður Afstöðu segir reglurnar þær ströngustu á Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga eða 5,2 mánuði frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Í opnum fangelsum hefur heimsóknarbann verið í samtals 128 daga, eða 4,3 mánuði. Fangar hafa eina tölvu saman til afnota til þess að tala við vini og ættingja í gegnum Skype. „Þetta er ein tölva sem er engan veginn nóg, engan veginn ásættanlegt og heldur ekki mjög Covid-vænt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Félagið lýsti yfir vantrausti á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Fangelsismálastofnun á sunnudag og sagði fangelsisyfirvöld hafa brugðist öllum loforðum um fyrirheit í fangelsismálum. Grimmilegar kvaðir hafi verið lagðar á fangelsi landsins og að dæmi séu um að fangar hafi varla fengið að hitta aðstandendur sína mánuðum saman. Áslaug Arna sagði í samtali við fréttastofu í gær að vantraustsyfirlýsingin væri heldur langsótt. „Við erum að grípa til ýmissa aðgerða og höfum gert. Við höfum horft til Norðurlandanna í þeim efnum þannig að þessi vantraustsyfirlýsing er nú langsótt,“ sagði hún. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, furðar sig á því að fangelsisyfirvöld telji nóg að fangar fái eina tölvu saman til afnota til þess að nota Skype. Guðmundur Ingi vill meina að staðan hér sé mun verri en á Norðurlöndunum. „Það er engin stofnun á Íslandi eða á Norðurlöndunum sem hefur haft það harðar aðgerðir og lokanir,“ segir hann. „Fangavist á Íslandi hefur aldrei verið þungbærari en í dag og allt þetta ár og það þarf að finna úrræði til að létta á henni til þess að menn komi ekki verr út en þeir komu inn, vegna þess að afleiðingarnar af því eru bara í fleiri glæpum og endurkomum í fangelsin, sem þýðir meiri kostnaður. Yfirvöld þurfa að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur og lýsir aðstæðum sem algjörri einangrunarvist sem hafi mikil áhrif á geðheilsu fólks. Dæmi séu um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin nánast allt þetta ár. Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga frá upphafi faraldursins. Tilslakanir hafa verið gerðar í samtals 79 daga á árinu, en þá mátti fangi fá eina heimsókn á viku, frá einni og sömu manneskjunni. Þar af var tveggja metra reglan í gildi í fjórtán daga, sem þýddi að fangar máttu ekki nálgast heimsóknargest sinn. Í opnu fangelsunum að Sogni og Kvíabryggju hefur verið heimsóknarbann í 128 daga eða 4,3 mánuði. Opið hefur verið fyrir heimsóknir í samtals 51 dag. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32 Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Sjá meira
Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga eða 5,2 mánuði frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Í opnum fangelsum hefur heimsóknarbann verið í samtals 128 daga, eða 4,3 mánuði. Fangar hafa eina tölvu saman til afnota til þess að tala við vini og ættingja í gegnum Skype. „Þetta er ein tölva sem er engan veginn nóg, engan veginn ásættanlegt og heldur ekki mjög Covid-vænt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Félagið lýsti yfir vantrausti á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Fangelsismálastofnun á sunnudag og sagði fangelsisyfirvöld hafa brugðist öllum loforðum um fyrirheit í fangelsismálum. Grimmilegar kvaðir hafi verið lagðar á fangelsi landsins og að dæmi séu um að fangar hafi varla fengið að hitta aðstandendur sína mánuðum saman. Áslaug Arna sagði í samtali við fréttastofu í gær að vantraustsyfirlýsingin væri heldur langsótt. „Við erum að grípa til ýmissa aðgerða og höfum gert. Við höfum horft til Norðurlandanna í þeim efnum þannig að þessi vantraustsyfirlýsing er nú langsótt,“ sagði hún. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, furðar sig á því að fangelsisyfirvöld telji nóg að fangar fái eina tölvu saman til afnota til þess að nota Skype. Guðmundur Ingi vill meina að staðan hér sé mun verri en á Norðurlöndunum. „Það er engin stofnun á Íslandi eða á Norðurlöndunum sem hefur haft það harðar aðgerðir og lokanir,“ segir hann. „Fangavist á Íslandi hefur aldrei verið þungbærari en í dag og allt þetta ár og það þarf að finna úrræði til að létta á henni til þess að menn komi ekki verr út en þeir komu inn, vegna þess að afleiðingarnar af því eru bara í fleiri glæpum og endurkomum í fangelsin, sem þýðir meiri kostnaður. Yfirvöld þurfa að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur og lýsir aðstæðum sem algjörri einangrunarvist sem hafi mikil áhrif á geðheilsu fólks. Dæmi séu um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin nánast allt þetta ár. Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga frá upphafi faraldursins. Tilslakanir hafa verið gerðar í samtals 79 daga á árinu, en þá mátti fangi fá eina heimsókn á viku, frá einni og sömu manneskjunni. Þar af var tveggja metra reglan í gildi í fjórtán daga, sem þýddi að fangar máttu ekki nálgast heimsóknargest sinn. Í opnu fangelsunum að Sogni og Kvíabryggju hefur verið heimsóknarbann í 128 daga eða 4,3 mánuði. Opið hefur verið fyrir heimsóknir í samtals 51 dag.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32 Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Sjá meira
Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32
Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58