„Það er bara ekkert hægt að standa í þessu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2020 11:55 Tryggvi Gunnarsson sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Vísir Umboðsmaður Alþingis segir þingmenn þurfa að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu. „Hvað vilja menn með þennan þátt?“ spurði Tryggvi Gunnarsson á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun, þar sem fjallað var um ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019. Síðustu misseri hafa frumkvæðisathuganirnar verið á könnu tveggja starfsmanna umboðsmanns en Tryggvi sagðist hafa lagt til í tillögum að fjármálaáætlun að þeim yrði fjölgað í þrjá árið 2021 og fjóra árið 2024. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig „Við [vinnslu fjármálaáætlunnar] kom fram athyglisverð ábending eða athugasemd frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem ég held að sé best að vísa til ykkar vegna þess að ég tel að það séuð þið sem þurfið að svara henni en ekki við. Þeir spyrja einfaldlega: Er einhver áhætta fólgin í því að framkvæma ekki frumkvæðisathuganir?“ sagði Tryggvi á fundinum. Auðvitað mætti svara því játandi. „Þá verða bara engar umbætur. Því hvert er jú tilefni þess að umboðsmaður hefur þessa heimild? Ja, það er að leiða til umbóta í starfi stjórnsýslunnar. Sumir kannski vilja þær bara ekkert, vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig.“ Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997 getur umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að tala mál til meðferðar. Þá getur hann tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar. „Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns“ Nú væri hins vegar útlit fyrir að frumkvæðisathuganirnar væru á leið í kassa. „Það er ekkert hægt að standa í þessu. Nú hvers vegna segi ég þetta? Jú, það er vegna þess að það er leitað til okkar nánast á hverjum degi. Fólk úti í samfélaginu sem vekur athygli okkar á málum sem það telur að verði skoðuð á þeim grundvelli. Við verðum að svara því: Nei, við getum það ekki. Og það er óþægilegt að vekja upp væntingar hjá fólki um að þarna sé einhver leið til þess að fá slík mál skoðuð. Þá er betra að vera hreinskilinn og segja bara einfaldlega: Við höfum enga aðstöðu til að sinna þessu. En það verður að vera ykkar að taka afstöðu til þess hvað þið viljið gera. Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns, þetta er bara hlutverk sem hann er að reyna að sinna eftir því sem hann getur.“ Upptöku af fundinum má finna á vef Alþingis. Umboðsmaður Alþingis Fjárlagafrumvarp 2021 Tengdar fréttir Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28. október 2020 23:32 Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. 27. október 2020 12:42 Mun starfa samhliða Tryggva sem umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. 21. október 2020 13:08 Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. 13. október 2020 13:44 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir þingmenn þurfa að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu. „Hvað vilja menn með þennan þátt?“ spurði Tryggvi Gunnarsson á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun, þar sem fjallað var um ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019. Síðustu misseri hafa frumkvæðisathuganirnar verið á könnu tveggja starfsmanna umboðsmanns en Tryggvi sagðist hafa lagt til í tillögum að fjármálaáætlun að þeim yrði fjölgað í þrjá árið 2021 og fjóra árið 2024. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig „Við [vinnslu fjármálaáætlunnar] kom fram athyglisverð ábending eða athugasemd frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem ég held að sé best að vísa til ykkar vegna þess að ég tel að það séuð þið sem þurfið að svara henni en ekki við. Þeir spyrja einfaldlega: Er einhver áhætta fólgin í því að framkvæma ekki frumkvæðisathuganir?“ sagði Tryggvi á fundinum. Auðvitað mætti svara því játandi. „Þá verða bara engar umbætur. Því hvert er jú tilefni þess að umboðsmaður hefur þessa heimild? Ja, það er að leiða til umbóta í starfi stjórnsýslunnar. Sumir kannski vilja þær bara ekkert, vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig.“ Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997 getur umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að tala mál til meðferðar. Þá getur hann tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar. „Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns“ Nú væri hins vegar útlit fyrir að frumkvæðisathuganirnar væru á leið í kassa. „Það er ekkert hægt að standa í þessu. Nú hvers vegna segi ég þetta? Jú, það er vegna þess að það er leitað til okkar nánast á hverjum degi. Fólk úti í samfélaginu sem vekur athygli okkar á málum sem það telur að verði skoðuð á þeim grundvelli. Við verðum að svara því: Nei, við getum það ekki. Og það er óþægilegt að vekja upp væntingar hjá fólki um að þarna sé einhver leið til þess að fá slík mál skoðuð. Þá er betra að vera hreinskilinn og segja bara einfaldlega: Við höfum enga aðstöðu til að sinna þessu. En það verður að vera ykkar að taka afstöðu til þess hvað þið viljið gera. Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns, þetta er bara hlutverk sem hann er að reyna að sinna eftir því sem hann getur.“ Upptöku af fundinum má finna á vef Alþingis.
Umboðsmaður Alþingis Fjárlagafrumvarp 2021 Tengdar fréttir Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28. október 2020 23:32 Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. 27. október 2020 12:42 Mun starfa samhliða Tryggva sem umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. 21. október 2020 13:08 Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. 13. október 2020 13:44 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28. október 2020 23:32
Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. 27. október 2020 12:42
Mun starfa samhliða Tryggva sem umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. 21. október 2020 13:08
Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. 13. október 2020 13:44