„Það er bara ekkert hægt að standa í þessu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2020 11:55 Tryggvi Gunnarsson sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Vísir Umboðsmaður Alþingis segir þingmenn þurfa að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu. „Hvað vilja menn með þennan þátt?“ spurði Tryggvi Gunnarsson á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun, þar sem fjallað var um ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019. Síðustu misseri hafa frumkvæðisathuganirnar verið á könnu tveggja starfsmanna umboðsmanns en Tryggvi sagðist hafa lagt til í tillögum að fjármálaáætlun að þeim yrði fjölgað í þrjá árið 2021 og fjóra árið 2024. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig „Við [vinnslu fjármálaáætlunnar] kom fram athyglisverð ábending eða athugasemd frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem ég held að sé best að vísa til ykkar vegna þess að ég tel að það séuð þið sem þurfið að svara henni en ekki við. Þeir spyrja einfaldlega: Er einhver áhætta fólgin í því að framkvæma ekki frumkvæðisathuganir?“ sagði Tryggvi á fundinum. Auðvitað mætti svara því játandi. „Þá verða bara engar umbætur. Því hvert er jú tilefni þess að umboðsmaður hefur þessa heimild? Ja, það er að leiða til umbóta í starfi stjórnsýslunnar. Sumir kannski vilja þær bara ekkert, vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig.“ Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997 getur umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að tala mál til meðferðar. Þá getur hann tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar. „Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns“ Nú væri hins vegar útlit fyrir að frumkvæðisathuganirnar væru á leið í kassa. „Það er ekkert hægt að standa í þessu. Nú hvers vegna segi ég þetta? Jú, það er vegna þess að það er leitað til okkar nánast á hverjum degi. Fólk úti í samfélaginu sem vekur athygli okkar á málum sem það telur að verði skoðuð á þeim grundvelli. Við verðum að svara því: Nei, við getum það ekki. Og það er óþægilegt að vekja upp væntingar hjá fólki um að þarna sé einhver leið til þess að fá slík mál skoðuð. Þá er betra að vera hreinskilinn og segja bara einfaldlega: Við höfum enga aðstöðu til að sinna þessu. En það verður að vera ykkar að taka afstöðu til þess hvað þið viljið gera. Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns, þetta er bara hlutverk sem hann er að reyna að sinna eftir því sem hann getur.“ Upptöku af fundinum má finna á vef Alþingis. Umboðsmaður Alþingis Fjárlagafrumvarp 2021 Tengdar fréttir Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28. október 2020 23:32 Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. 27. október 2020 12:42 Mun starfa samhliða Tryggva sem umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. 21. október 2020 13:08 Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. 13. október 2020 13:44 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir þingmenn þurfa að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu. „Hvað vilja menn með þennan þátt?“ spurði Tryggvi Gunnarsson á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun, þar sem fjallað var um ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019. Síðustu misseri hafa frumkvæðisathuganirnar verið á könnu tveggja starfsmanna umboðsmanns en Tryggvi sagðist hafa lagt til í tillögum að fjármálaáætlun að þeim yrði fjölgað í þrjá árið 2021 og fjóra árið 2024. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig „Við [vinnslu fjármálaáætlunnar] kom fram athyglisverð ábending eða athugasemd frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem ég held að sé best að vísa til ykkar vegna þess að ég tel að það séuð þið sem þurfið að svara henni en ekki við. Þeir spyrja einfaldlega: Er einhver áhætta fólgin í því að framkvæma ekki frumkvæðisathuganir?“ sagði Tryggvi á fundinum. Auðvitað mætti svara því játandi. „Þá verða bara engar umbætur. Því hvert er jú tilefni þess að umboðsmaður hefur þessa heimild? Ja, það er að leiða til umbóta í starfi stjórnsýslunnar. Sumir kannski vilja þær bara ekkert, vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig.“ Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997 getur umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að tala mál til meðferðar. Þá getur hann tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar. „Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns“ Nú væri hins vegar útlit fyrir að frumkvæðisathuganirnar væru á leið í kassa. „Það er ekkert hægt að standa í þessu. Nú hvers vegna segi ég þetta? Jú, það er vegna þess að það er leitað til okkar nánast á hverjum degi. Fólk úti í samfélaginu sem vekur athygli okkar á málum sem það telur að verði skoðuð á þeim grundvelli. Við verðum að svara því: Nei, við getum það ekki. Og það er óþægilegt að vekja upp væntingar hjá fólki um að þarna sé einhver leið til þess að fá slík mál skoðuð. Þá er betra að vera hreinskilinn og segja bara einfaldlega: Við höfum enga aðstöðu til að sinna þessu. En það verður að vera ykkar að taka afstöðu til þess hvað þið viljið gera. Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns, þetta er bara hlutverk sem hann er að reyna að sinna eftir því sem hann getur.“ Upptöku af fundinum má finna á vef Alþingis.
Umboðsmaður Alþingis Fjárlagafrumvarp 2021 Tengdar fréttir Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28. október 2020 23:32 Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. 27. október 2020 12:42 Mun starfa samhliða Tryggva sem umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. 21. október 2020 13:08 Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. 13. október 2020 13:44 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28. október 2020 23:32
Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. 27. október 2020 12:42
Mun starfa samhliða Tryggva sem umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. 21. október 2020 13:08
Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. 13. október 2020 13:44