„Þeim verður ekki nauðgað úr þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2020 14:31 Sigmundur Ernir Rúnarsson er án efa einn allra reynslumesti fjölmiðlamaður þjóðarinnar og hefur hann því upplifað ótrúlegustu hluti á sínum ferli. Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn reyndasti sjónvarpsmaður Íslandssögunnar og ræðir hann við Sölva Tryggvason um ferilinn og hápunktana hlaðvarpsþætti Sölva. „Ég kynntist einu sinni konu þegar ég var á ferðalagi í Sambíu og skrifaði um hana í bókinni minni, Flökkusögur. Þar var allt vaðandi í alnæmi þegar ég var þarna. Hún hafði misst tvær dætur úr alnæmi og sjálf var hún með alnæmi og hinar tvær dætur hennar voru enn lifandi, en báðar með alnæmi líka. Ég man að ég spurði hana, hvernig er hægt að una svona hlutskipti? Og hún sagði eftirminnilega, þær sem eru farnar, þeim var báðum nauðgað, en hinar tvær sem eiga kannski ekki langt eftir og eru mun yngri, ég get huggað mig við það að þeim verður ekki nauðgað úr þessu.” Sigmundur segir að hann hafi ekki verið samur á eftir og segist hafa séð líf sitt í öðru ljósi eftir þetta. Hann segist gífurlega þakklátur fyrir alla reynsluna sem hann hefur fengið af störfum við fjölmiðlana og öllu því fólki sem hann hefur kynnst. Ómar Ragnarsson og Sigmundur unnu saman um árabil og í þættinum segir Sigmundur sögur af alræmdum flugferðum hans. „Eftirminnilegasta ferðin var ferð með stjörnuliði Ómars til Vestmannaeyja til að vígja það sem núna er Shellmótið í Eyjum. Það var alltaf farið á tveimur flugvélum og allir reyndu að komast í stærri vélina svo þeir þyrftu ekki að fljúga með Ómari, en ég var of seinn eins og stundum ásamt Bubba Morthens og Rúnari heitnum Júlíussyni. Við förum fjórir saman í vélinni og ferðin byrjar á því að Bubbi segir áður en við leggjum af stað, strákar, vá ef vélin krassar, þvílík fyrirsögn á Mogganum,“ segir Sigmundur og heldur áfram. „Þannig byrjar þessi ferð og næst tók við uppstreymi hjá Henglinum þar sem Ómar byrjar að blaka vængjunum, þannig að vélin nánast stoppaði í loftinu, allt svo að við gætum séð einhvern bæ sem hann hafði skrifað um. Svo héldum við áfram yfir Hellisheiðina og tökum þar svakalega dýfu eins og herflugvél niður í Kaldaðarnes vegna þess að Ómar ætlaði að sýna okkur hvernig herflugvélar Breta hefðu hagað sér til þess að lenda á Kaldaðarnesi í stríðinu með því að nota niðurstreymið af kambinum. Þarna voru þrír næpuhvítir menn um borð og svo rauðflekkóttur Ómar Ragnarsson við stýrið. Svo komum við út að ströndinni þar sem Víkartindur var strandaður og þegar Ómar er að taka einhverja slaufu þar í kring, þá sér hann Seli í sjónum og skutlar sér út úr slaufunni, þannig að við hendumst allir út í kant á flugvélinni og það var þá sem Bubbi segir þessa frægu setningu yfir hafinu, Ómar láttu mig út hérna.” Sigmundur Ernir, sem hefur verið nær sleitulaust á skjáum landsmanna síðan á upphafsárum Stöðvar 2 segir í þættinum frá eftirminnilegustu viðmælendunum, ferðum í aðrar heimsálfur og mörgu fleiru en þáttinn má sjá hér að ofan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn reyndasti sjónvarpsmaður Íslandssögunnar og ræðir hann við Sölva Tryggvason um ferilinn og hápunktana hlaðvarpsþætti Sölva. „Ég kynntist einu sinni konu þegar ég var á ferðalagi í Sambíu og skrifaði um hana í bókinni minni, Flökkusögur. Þar var allt vaðandi í alnæmi þegar ég var þarna. Hún hafði misst tvær dætur úr alnæmi og sjálf var hún með alnæmi og hinar tvær dætur hennar voru enn lifandi, en báðar með alnæmi líka. Ég man að ég spurði hana, hvernig er hægt að una svona hlutskipti? Og hún sagði eftirminnilega, þær sem eru farnar, þeim var báðum nauðgað, en hinar tvær sem eiga kannski ekki langt eftir og eru mun yngri, ég get huggað mig við það að þeim verður ekki nauðgað úr þessu.” Sigmundur segir að hann hafi ekki verið samur á eftir og segist hafa séð líf sitt í öðru ljósi eftir þetta. Hann segist gífurlega þakklátur fyrir alla reynsluna sem hann hefur fengið af störfum við fjölmiðlana og öllu því fólki sem hann hefur kynnst. Ómar Ragnarsson og Sigmundur unnu saman um árabil og í þættinum segir Sigmundur sögur af alræmdum flugferðum hans. „Eftirminnilegasta ferðin var ferð með stjörnuliði Ómars til Vestmannaeyja til að vígja það sem núna er Shellmótið í Eyjum. Það var alltaf farið á tveimur flugvélum og allir reyndu að komast í stærri vélina svo þeir þyrftu ekki að fljúga með Ómari, en ég var of seinn eins og stundum ásamt Bubba Morthens og Rúnari heitnum Júlíussyni. Við förum fjórir saman í vélinni og ferðin byrjar á því að Bubbi segir áður en við leggjum af stað, strákar, vá ef vélin krassar, þvílík fyrirsögn á Mogganum,“ segir Sigmundur og heldur áfram. „Þannig byrjar þessi ferð og næst tók við uppstreymi hjá Henglinum þar sem Ómar byrjar að blaka vængjunum, þannig að vélin nánast stoppaði í loftinu, allt svo að við gætum séð einhvern bæ sem hann hafði skrifað um. Svo héldum við áfram yfir Hellisheiðina og tökum þar svakalega dýfu eins og herflugvél niður í Kaldaðarnes vegna þess að Ómar ætlaði að sýna okkur hvernig herflugvélar Breta hefðu hagað sér til þess að lenda á Kaldaðarnesi í stríðinu með því að nota niðurstreymið af kambinum. Þarna voru þrír næpuhvítir menn um borð og svo rauðflekkóttur Ómar Ragnarsson við stýrið. Svo komum við út að ströndinni þar sem Víkartindur var strandaður og þegar Ómar er að taka einhverja slaufu þar í kring, þá sér hann Seli í sjónum og skutlar sér út úr slaufunni, þannig að við hendumst allir út í kant á flugvélinni og það var þá sem Bubbi segir þessa frægu setningu yfir hafinu, Ómar láttu mig út hérna.” Sigmundur Ernir, sem hefur verið nær sleitulaust á skjáum landsmanna síðan á upphafsárum Stöðvar 2 segir í þættinum frá eftirminnilegustu viðmælendunum, ferðum í aðrar heimsálfur og mörgu fleiru en þáttinn má sjá hér að ofan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira