Innlent

Ís­land að loknum kosningum í Banda­ríkjunum í Víg­línunni

Ritstjórn skrifar
DSC04511

Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðing og fyrrverandi sendiherra til sín Víglínuna til að ræða þessi samskipti í framtíðinni og hvort þau muni breytast með kjöri Joe Biden í stól forseta Bandaríkjanna.

Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra.Vísir/Einar

Landsfundur Samfylkingarinnar fór fram á föstudag og laugardag þar sem Logi Einarsson var endurkjörinn formaður með yfir 90% atkvæða. Helga Vala Helgadóttir sóttist eftir að leysa Heiðu Björgu Hilmisdóttur af í varaformannasembættinu en Heiða Björg hafði betur og var endurkjörin með 60% atkvæða og verður gestur Heimis Más í seinni hluta Víglínunnar.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×