Lífið

Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Joe Biden má alveg brosa í dag.
Joe Biden má alveg brosa í dag. AP/Matt Slocum

Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar.

Ef marka má viðbrögð Íslendinga á samfélagsmiðlum virðast tíðindin hafa lagst vel í landsmenn. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr umræðunni á samfélagsmiðlum undanfarin klukkutíma eða svo.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti yfir mikilli gleði í tísti eftir að tíðindin bárust. Dagur var í verslunarleiðangri en vildi greinilega ekki missa af neinu, verandi með útsendingu CNN í eyrunum.

Felix Bergsson bendir á að Biden verður fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem styður hjónaband samkynja para þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins.

Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðakona á Fréttablaðinu er með puttana á púlsinum.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, leiðréttir fráfarandi forseta.

Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á svið jafnréttismála, er að undirbúa tárin fyrir kvöldið.

Andri Ólafsson, fyrrverandi blaðamaður og núverandi aðstoðarmaður rektors HÍ segir að það sé eitthvað ljóðrænt við að Donald Trump hafi verið í golfi þegar tíðindin bárust.

Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur, sem búsett er í Bandaríkjunum, virðist afskaplega ánægð með tíðindin.

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir, sem lengi hefur dvalið í Bandaríkjunum, segir það sem eflaust er mörgum af þeim sem eru orðnir þreyttir á Donald Trump efst í huga.

Þarna vísar Bragi Valdimar í The Apprentice þætti Donald Trump þar sem þetta var aðalfrasinn hans Trump.

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro vísar í eitt af fjölmörgum myndböndum frá New York  í Bandaríkjunum sem birst hafa á samfélagsmiðlum þar sem heyra má fólk fagna ákaft.

Rithöfundurinn Bergur Ebbi grínast með aldur Joe Bidens.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.