Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 20:30 Vonast er til að börnin þori að segja foreldrum eða kennurum frá vanda sínum eftir að hafa haft samband við hjálparsímann. Mikilvægt sé að börnin ræði við einhvern. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband. Í Kompás sem birtist í gær kemur fram að börn niður í sjö ára aldur sendi af sér nektarmyndir og algengt sé að myndirnar fari í dreifingu. Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsíma Rauða krossins, segir slík mál koma á þeirra borð. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsímans 1717, segir frekar algengt að börn hringi í mikilli vanlíðan og ótta um frekari dreifingu myndanna. Oft hafi þau ekki sagt neinum frá málinu. Vísir/Stöð 2 „Þetta er frekar algengt og er reglulega að koma inn til okkar. Þetta er miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir og þetta er allt niður í mjög ung börn. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt þetta er, hversu mikið er um þetta og hvað þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Sandra. Bönin sem hafi samband við Hjálparsímann séu allt niður í tólf ára gömul og líði mjög illa. „Þau upplifa að það sé ómögulegt að ná yfir þetta og koma í veg fyrir að myndirnar fari í frekari dreifingu eða að fjarlægja þær,“ segir hún og bætir við að stundum sé þetta orðið svo alvarlegt að þau séu farin að skaða sig. „Og svo upplifa þau líka sjálfsvígshugsanir.“ Eins og kemur fram í Kompás eiga börn oft mjög erfitt með að segja frá myndunum og dreifingunni því þau kenna sjálfum sér um. En oft er fyrsta skrefið að hringja í hjálparsímann þar sem er nafnleysi og trúnaður. „Og þá kannski eftir okkar samtal treysta þau sér frekar að ræða við einhvern eða við hjálpum þeim að tilkynna í gegnum ábendingarlínu Barnaheilla,“ segir Sandra Björk. Hér má sjá Kompásþáttinn um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu. Kompás Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband. Í Kompás sem birtist í gær kemur fram að börn niður í sjö ára aldur sendi af sér nektarmyndir og algengt sé að myndirnar fari í dreifingu. Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsíma Rauða krossins, segir slík mál koma á þeirra borð. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsímans 1717, segir frekar algengt að börn hringi í mikilli vanlíðan og ótta um frekari dreifingu myndanna. Oft hafi þau ekki sagt neinum frá málinu. Vísir/Stöð 2 „Þetta er frekar algengt og er reglulega að koma inn til okkar. Þetta er miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir og þetta er allt niður í mjög ung börn. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt þetta er, hversu mikið er um þetta og hvað þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Sandra. Bönin sem hafi samband við Hjálparsímann séu allt niður í tólf ára gömul og líði mjög illa. „Þau upplifa að það sé ómögulegt að ná yfir þetta og koma í veg fyrir að myndirnar fari í frekari dreifingu eða að fjarlægja þær,“ segir hún og bætir við að stundum sé þetta orðið svo alvarlegt að þau séu farin að skaða sig. „Og svo upplifa þau líka sjálfsvígshugsanir.“ Eins og kemur fram í Kompás eiga börn oft mjög erfitt með að segja frá myndunum og dreifingunni því þau kenna sjálfum sér um. En oft er fyrsta skrefið að hringja í hjálparsímann þar sem er nafnleysi og trúnaður. „Og þá kannski eftir okkar samtal treysta þau sér frekar að ræða við einhvern eða við hjálpum þeim að tilkynna í gegnum ábendingarlínu Barnaheilla,“ segir Sandra Björk. Hér má sjá Kompásþáttinn um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu.
Kompás Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00
Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01
Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51