Barði kærasta fyrrverandi kærustu með lóðbolta í leigubíl Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 21:37 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í október dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2018. Maðurinn beitti lóðbolta við árásina, sem beindist gegn kærasta konu sem maðurinn hafði átt í sambandi við um skeið. Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í júní 2018 ráðist á annan mann með því að slá hann ítrekað með lóðbolta í höfuð og líkama, hvar sá síðarnefndi sat í farþegasæti kyrrstæðrar leigubifreiðar. Hann hlaut grunnt sár á hnakka við árásina. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði tekið leigubíl til að sækja kærustu sína. Þar á bílastæði hefði kærastan komið ásamt ákærða og sá síðarnefndi þá slegið til mannsins með hamri þar sem hann sat í framsæti leigubílsins. Kærastan tjáði lögreglu að hún hefði átt í „ofbeldisfullu“ sambandi við manninn sem ráðist var á. Áður en hann kom á staðinn hefði hún verið með ákærða á heimili móður hans. Þegar sá síðarnefndi hefði frétt af því að maðurinn væri fyrir utan hefði hann tekið hamar, gengið út og sagst „ætla að ganga fram af honum“. Ákærði hélt því þó fram að ekki hefði verið um hamar að ræða heldur lóðbolta og var frásögn hans höfð til grundvallar. Ákærði bar því við fyrir dómi að hann og kærasta mannsins hefðu einnig verið saman um skeið. Þá hefði hann vissulega slegið til mannsins en ekki náð neinum höggum á hann. Ákærði hefði á endanum hlaupið burt og falið sig í runna og fljótlega orðið var við að lögregla væri að leita að honum en síðan sofnað í runnanum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að árásin hefði verið ofsafengin og ásetningur ákærða einbeittur þegar hann tók með sér vopn. Refsing var ákveðin hæfileg sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, auk þess sem honum var gert að greiða manninum 300 þúsund krónur í miskabætur og greiðslu alls málskostnaðar, tæpa milljón króna. Dómsmál Leigubílar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í október dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2018. Maðurinn beitti lóðbolta við árásina, sem beindist gegn kærasta konu sem maðurinn hafði átt í sambandi við um skeið. Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í júní 2018 ráðist á annan mann með því að slá hann ítrekað með lóðbolta í höfuð og líkama, hvar sá síðarnefndi sat í farþegasæti kyrrstæðrar leigubifreiðar. Hann hlaut grunnt sár á hnakka við árásina. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði tekið leigubíl til að sækja kærustu sína. Þar á bílastæði hefði kærastan komið ásamt ákærða og sá síðarnefndi þá slegið til mannsins með hamri þar sem hann sat í framsæti leigubílsins. Kærastan tjáði lögreglu að hún hefði átt í „ofbeldisfullu“ sambandi við manninn sem ráðist var á. Áður en hann kom á staðinn hefði hún verið með ákærða á heimili móður hans. Þegar sá síðarnefndi hefði frétt af því að maðurinn væri fyrir utan hefði hann tekið hamar, gengið út og sagst „ætla að ganga fram af honum“. Ákærði hélt því þó fram að ekki hefði verið um hamar að ræða heldur lóðbolta og var frásögn hans höfð til grundvallar. Ákærði bar því við fyrir dómi að hann og kærasta mannsins hefðu einnig verið saman um skeið. Þá hefði hann vissulega slegið til mannsins en ekki náð neinum höggum á hann. Ákærði hefði á endanum hlaupið burt og falið sig í runna og fljótlega orðið var við að lögregla væri að leita að honum en síðan sofnað í runnanum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að árásin hefði verið ofsafengin og ásetningur ákærða einbeittur þegar hann tók með sér vopn. Refsing var ákveðin hæfileg sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, auk þess sem honum var gert að greiða manninum 300 þúsund krónur í miskabætur og greiðslu alls málskostnaðar, tæpa milljón króna.
Dómsmál Leigubílar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira