Utanríkisráðherra segir Íslendinga ráða umfangi hernaðarstarfsemi í landinu Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2020 19:37 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi varnarviðbúnað ríkja á norðurslóðum undanfarin ár og þannig séu sveitir NATO ríkja nánast daglega á Íslandi. Ísland sé í varnarsamstarfi við Bandaríkin og aðili að NATO þar sem umfang varnar- og öryggsstarfsemi hafi aukist. Utanríkisráðherra segir þetta eiga við um flest evrópuríki. Svíar hafi til að mynda ákveðið að auka útgjöld til hernaðarmála um 40 prósent á næstu fimm árum. Þau hafi þá aukist um 80% á tíu árum. Hins vegar hafi hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli eða nýja flotastoð á Austfjörðum sem Robert Burke yfirmaður bandarískra hersveita í Evrópu kastaði á loft í síðustu viku ekki verið ræddar við íslensk stjórnvöld. „Eins og hann svosem nefnir sjálfur að þetta séu einhverjar óformlegar hugmyndir sem hann hafi verið að velta upp. Það er ekki hægt að leggja neitt út frá því enda er ekkert sem bendir til að slíkar hugmyndir séu að koma fram,“ segir Guðlauguar Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Ertu sammála forsætisráðherra um að ef ætti að vera eðlisbreyting á viðveru Bandaríkjamanna hér og kannski flotaaðstöðu, yrði það ákvörðun sem Alþingi yrði að taka? „Það liggur alveg fyrir að það er ekkert gert í þessum málum nema við Íslendingar tökum ákvörðun um það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Varnarmál Utanríkismál Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21 Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi varnarviðbúnað ríkja á norðurslóðum undanfarin ár og þannig séu sveitir NATO ríkja nánast daglega á Íslandi. Ísland sé í varnarsamstarfi við Bandaríkin og aðili að NATO þar sem umfang varnar- og öryggsstarfsemi hafi aukist. Utanríkisráðherra segir þetta eiga við um flest evrópuríki. Svíar hafi til að mynda ákveðið að auka útgjöld til hernaðarmála um 40 prósent á næstu fimm árum. Þau hafi þá aukist um 80% á tíu árum. Hins vegar hafi hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli eða nýja flotastoð á Austfjörðum sem Robert Burke yfirmaður bandarískra hersveita í Evrópu kastaði á loft í síðustu viku ekki verið ræddar við íslensk stjórnvöld. „Eins og hann svosem nefnir sjálfur að þetta séu einhverjar óformlegar hugmyndir sem hann hafi verið að velta upp. Það er ekki hægt að leggja neitt út frá því enda er ekkert sem bendir til að slíkar hugmyndir séu að koma fram,“ segir Guðlauguar Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Ertu sammála forsætisráðherra um að ef ætti að vera eðlisbreyting á viðveru Bandaríkjamanna hér og kannski flotaaðstöðu, yrði það ákvörðun sem Alþingi yrði að taka? „Það liggur alveg fyrir að það er ekkert gert í þessum málum nema við Íslendingar tökum ákvörðun um það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Varnarmál Utanríkismál Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21 Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21
Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06