Utanríkisráðherra segir Íslendinga ráða umfangi hernaðarstarfsemi í landinu Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2020 19:37 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi varnarviðbúnað ríkja á norðurslóðum undanfarin ár og þannig séu sveitir NATO ríkja nánast daglega á Íslandi. Ísland sé í varnarsamstarfi við Bandaríkin og aðili að NATO þar sem umfang varnar- og öryggsstarfsemi hafi aukist. Utanríkisráðherra segir þetta eiga við um flest evrópuríki. Svíar hafi til að mynda ákveðið að auka útgjöld til hernaðarmála um 40 prósent á næstu fimm árum. Þau hafi þá aukist um 80% á tíu árum. Hins vegar hafi hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli eða nýja flotastoð á Austfjörðum sem Robert Burke yfirmaður bandarískra hersveita í Evrópu kastaði á loft í síðustu viku ekki verið ræddar við íslensk stjórnvöld. „Eins og hann svosem nefnir sjálfur að þetta séu einhverjar óformlegar hugmyndir sem hann hafi verið að velta upp. Það er ekki hægt að leggja neitt út frá því enda er ekkert sem bendir til að slíkar hugmyndir séu að koma fram,“ segir Guðlauguar Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Ertu sammála forsætisráðherra um að ef ætti að vera eðlisbreyting á viðveru Bandaríkjamanna hér og kannski flotaaðstöðu, yrði það ákvörðun sem Alþingi yrði að taka? „Það liggur alveg fyrir að það er ekkert gert í þessum málum nema við Íslendingar tökum ákvörðun um það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Varnarmál Utanríkismál Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21 Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi varnarviðbúnað ríkja á norðurslóðum undanfarin ár og þannig séu sveitir NATO ríkja nánast daglega á Íslandi. Ísland sé í varnarsamstarfi við Bandaríkin og aðili að NATO þar sem umfang varnar- og öryggsstarfsemi hafi aukist. Utanríkisráðherra segir þetta eiga við um flest evrópuríki. Svíar hafi til að mynda ákveðið að auka útgjöld til hernaðarmála um 40 prósent á næstu fimm árum. Þau hafi þá aukist um 80% á tíu árum. Hins vegar hafi hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli eða nýja flotastoð á Austfjörðum sem Robert Burke yfirmaður bandarískra hersveita í Evrópu kastaði á loft í síðustu viku ekki verið ræddar við íslensk stjórnvöld. „Eins og hann svosem nefnir sjálfur að þetta séu einhverjar óformlegar hugmyndir sem hann hafi verið að velta upp. Það er ekki hægt að leggja neitt út frá því enda er ekkert sem bendir til að slíkar hugmyndir séu að koma fram,“ segir Guðlauguar Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Ertu sammála forsætisráðherra um að ef ætti að vera eðlisbreyting á viðveru Bandaríkjamanna hér og kannski flotaaðstöðu, yrði það ákvörðun sem Alþingi yrði að taka? „Það liggur alveg fyrir að það er ekkert gert í þessum málum nema við Íslendingar tökum ákvörðun um það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Varnarmál Utanríkismál Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21 Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. 3. nóvember 2020 19:21
Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06