Innlent

Gott samband Íslands og Bandaríkjanna skiptir mestu máli

Heimir Már Pétursson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hittust á fundi í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hittust á fundi í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikilvægast fyrir Íslendinga varðandi úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum að samband þjóðanna haldist áfram gott. Kannanafyrirtæki þurfi hins vegar greinilega að skoða sín mál.

Hvernig metur þú stöðuna á þessum tíma dagsins í dag?

„Ég ætla ekki að spá neinu. En ef maður tekur það jákvæða út úr þessu, og það er reyndar mjög jákvætt,þá er þetta mesta kosningaþátttaka í Bandaríkjunum í hundrað og tuttugu ár. Núna þegar við höfum áhyggjur af dræmri þátttöku íkosningum og menn séu ekki að nýta lýðræðislegan rétt sinn hljóta þetta að vera mjög góðar fréttir. Það er hins vegar augljóst að þeir sem framkvæma skoðanakannanir þurfa að fara yfir þau mál,“ segir utanríkisráðherra.

Áttu þér óskaniðurstöðu?

„Samstarf Íslendinga bæði núna og áður byggir ekki á einstaka frambjóðendum, flokkum eða ríkisstjórnum. Ég á bara eina von að við eigum áfram gott samstarf við Bandaríkin. Enda er það afskaplega mikilvægt fyrir okkur Íslendinga,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.