Binni Löve skellti sér í Borat skýluna í miðju viðtali Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2020 15:30 Binni Löve er þekkt andlit í heimi áhrifavalda hér á landi. Áhrifavaldurinn Binni Löve hefur verið ein af vinsælustu Instagram stjörnum Íslands síðastliðin ár. Binni hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina en það hefur alltaf verið stutt í grínið hjá honum. Hafsteinn Sæmundsson fékk Binna í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddu þeir meðal annars um nýjustu kvikmyndina um skrautlega karakterinn Borat en mynd númer tvö kom út á dögunum. Myndin hefur vakið mikla athygli fyrir gróft grín og mikil fíflalæti í aðalleikaranum, Sacha Baron Cohen, en Binni og Hafsteinn voru þó sammála um að fyrsta myndin hafi verið betri. „Ég verð að segja það að mér finnst mynd númer eitt miklu skemmtilegri mynd. Ég átti aðeins erfiðara með að halda þræði í þessari en þessi er miklu beittari. Hún er samt ekki eins fyndin og fyrsta og sú mynd var miklu meiri mynd. Númer tvö er samt hárbeitt, pólitísk áróðursmynd og ég var að fíla það. Þetta er bara movie with a cause og svo verður gaman að sjá hvort hún hjálpi til eða ekki,“ segir Binni. Einnig kom til tals hjá þeim hvernig samfélagsmiðlar virka í dag og hvernig fólk lítur almennt á áhrifavalda. „Hefur þú einhvern tímann heyrt eitthvað jákvætt um áhrifavalda? Hefur þú einhvern tímann lesið frétt sem segir, ég er svo þakklát fyrir áhrifavalda? Nei, nefnilega ekki. Sástu 39 herferðina?,“ segir Binni og vísar hann til herferðar sem átti að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu. „Áhrifavaldar voru stór partur af því og ég var einn af þeim sem var að hjálpa Geðhjálp með þetta. Þetta er rosalega mikilvægt málefni og ég setti þetta í Instagram Story hjá mér, bara töluna 39 og ég hef aldrei fengið jafnmikið af skilaboðum. Þetta var mjög sniðug herferð hjá þeim og þar komu áhrifavaldar sterkir inn.” Í þessum klukkutíma langa þætti ræða þeir einnig hversu asnalegur Nicolas Cage var í Con Air, hversu mikið Binni elskar að taka sénsa og fara út fyrir þægindarammann, YouTube rásina hans Binna sem hann var að byrja með og hversu óþægilegt það er að vera í Borat sundskýlu en Binni prófar hana í sjálfum þættinum. Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Áhrifavaldurinn Binni Löve hefur verið ein af vinsælustu Instagram stjörnum Íslands síðastliðin ár. Binni hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina en það hefur alltaf verið stutt í grínið hjá honum. Hafsteinn Sæmundsson fékk Binna í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddu þeir meðal annars um nýjustu kvikmyndina um skrautlega karakterinn Borat en mynd númer tvö kom út á dögunum. Myndin hefur vakið mikla athygli fyrir gróft grín og mikil fíflalæti í aðalleikaranum, Sacha Baron Cohen, en Binni og Hafsteinn voru þó sammála um að fyrsta myndin hafi verið betri. „Ég verð að segja það að mér finnst mynd númer eitt miklu skemmtilegri mynd. Ég átti aðeins erfiðara með að halda þræði í þessari en þessi er miklu beittari. Hún er samt ekki eins fyndin og fyrsta og sú mynd var miklu meiri mynd. Númer tvö er samt hárbeitt, pólitísk áróðursmynd og ég var að fíla það. Þetta er bara movie with a cause og svo verður gaman að sjá hvort hún hjálpi til eða ekki,“ segir Binni. Einnig kom til tals hjá þeim hvernig samfélagsmiðlar virka í dag og hvernig fólk lítur almennt á áhrifavalda. „Hefur þú einhvern tímann heyrt eitthvað jákvætt um áhrifavalda? Hefur þú einhvern tímann lesið frétt sem segir, ég er svo þakklát fyrir áhrifavalda? Nei, nefnilega ekki. Sástu 39 herferðina?,“ segir Binni og vísar hann til herferðar sem átti að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu. „Áhrifavaldar voru stór partur af því og ég var einn af þeim sem var að hjálpa Geðhjálp með þetta. Þetta er rosalega mikilvægt málefni og ég setti þetta í Instagram Story hjá mér, bara töluna 39 og ég hef aldrei fengið jafnmikið af skilaboðum. Þetta var mjög sniðug herferð hjá þeim og þar komu áhrifavaldar sterkir inn.” Í þessum klukkutíma langa þætti ræða þeir einnig hversu asnalegur Nicolas Cage var í Con Air, hversu mikið Binni elskar að taka sénsa og fara út fyrir þægindarammann, YouTube rásina hans Binna sem hann var að byrja með og hversu óþægilegt það er að vera í Borat sundskýlu en Binni prófar hana í sjálfum þættinum.
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira