Lífið

Ari Eldjárn með þátt á Netflix

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Uppistand Ara ber titilinn Pardon my Icelandic.
Uppistand Ara ber titilinn Pardon my Icelandic. Netflix

Þáttur með uppistandi Ara Eldjárn verður tekinn til sýninga á streymisveitunni Netflix frá og með 2. desember næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Netflix í dag.

„Búðu þig undir að LOL-a [hlæja upphátt] þegar uppistand Ara Eldjárn kemur út 2. desember,“ segir í færslu Netflix Nordic nú í kvöld. Með fylgir klippa úr uppistandi Ara undir merkjum „Pardon my Icelandic“, eða Afsakaðu íslenskuna mína, sem sjá má hér fyrir neðan.

Sjálfur segir Ari að með sýningu uppistandsins á Netflix sé „fjarlægur draumur“ að verða að veruleika.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×