Fyrsta vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 3. nóvember 2020 11:31 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær. Almannavarnir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir marktæka breytingu á þeim fjölda sem greindist með kórónuveiruna í gær miðað við fjöldann sem greindist fyrir helgi. 27 manns greindust innanlands með veiruna í gær og voru hátt í 2000 sýni tekin, líkt og á föstudag, þegar 48 manns greindust jákvæðir. „Þetta eru jákvæð merki klárlega, að við séum að byrja að sjá þetta síga niður. En við þurfum aðeins að bíða og sjá með næstu daga. Það voru tekin hátt í 2000 sýni sem er bara svipað og fyrir helgina þannig að þetta er alveg marktæk breyting sem er jákvætt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir aðgerðir nú miða að því að verja heilbrigðiskerfið. „Við erum að bæta í samhæfinguna og samvinnuna á milli stofnana um það og höldum því áfram næstu daga en við eigum nokkuð marga daga eftir enn þá áður en við erum komin fyrir vind varðandi heilbrigðiskerfið.“ Sjö og fjórtán daga meðaltöl sýna breytingu niður á við Aðspurður hvort að fjöldi smita í gær sé vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum segir Víðir: „Já, ég held að þetta sé fyrsta vísbending um að það sé að gerast. Við höfum alltaf varað við því að horfa á einstaka daga, við horfum alltaf á sjö og fjórtán daga meðaltal og þau bæði sýna breytingu niður á við sem er jákvætt.“ Eins og greint var frá í fréttum í gær er stór hluti íbúa Dalvíkur, eða um tíu prósent, í sóttkví vegna smita sem komu upp í bænum. Víðir segir smitrakningu hafa gengið vel og að ekki hafi greinst smit utan sóttkvíar í bænum í nokkra daga. Þegar líður að helginni fer fram skimun hjá stórum hluta þeirra sem eru í sóttkví. „Þannig að við sjáum eftir fjóra, fimm daga hvernig staðan raunverulega er þar þegar fólk fer að fara í skimun úr sóttkví,“ segir Víðir. Þá kveðst hann ekki vita til þess að fleiri smit hafi komið upp á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík en síðdegis í gær var greint frá því að einn heimilismaður þar hefði greinst með veiruna. Víðir segir að vel hafi gengið að ná utan um smitið og að farið hafi verið eftir öllum verkferlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir marktæka breytingu á þeim fjölda sem greindist með kórónuveiruna í gær miðað við fjöldann sem greindist fyrir helgi. 27 manns greindust innanlands með veiruna í gær og voru hátt í 2000 sýni tekin, líkt og á föstudag, þegar 48 manns greindust jákvæðir. „Þetta eru jákvæð merki klárlega, að við séum að byrja að sjá þetta síga niður. En við þurfum aðeins að bíða og sjá með næstu daga. Það voru tekin hátt í 2000 sýni sem er bara svipað og fyrir helgina þannig að þetta er alveg marktæk breyting sem er jákvætt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir aðgerðir nú miða að því að verja heilbrigðiskerfið. „Við erum að bæta í samhæfinguna og samvinnuna á milli stofnana um það og höldum því áfram næstu daga en við eigum nokkuð marga daga eftir enn þá áður en við erum komin fyrir vind varðandi heilbrigðiskerfið.“ Sjö og fjórtán daga meðaltöl sýna breytingu niður á við Aðspurður hvort að fjöldi smita í gær sé vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum segir Víðir: „Já, ég held að þetta sé fyrsta vísbending um að það sé að gerast. Við höfum alltaf varað við því að horfa á einstaka daga, við horfum alltaf á sjö og fjórtán daga meðaltal og þau bæði sýna breytingu niður á við sem er jákvætt.“ Eins og greint var frá í fréttum í gær er stór hluti íbúa Dalvíkur, eða um tíu prósent, í sóttkví vegna smita sem komu upp í bænum. Víðir segir smitrakningu hafa gengið vel og að ekki hafi greinst smit utan sóttkvíar í bænum í nokkra daga. Þegar líður að helginni fer fram skimun hjá stórum hluta þeirra sem eru í sóttkví. „Þannig að við sjáum eftir fjóra, fimm daga hvernig staðan raunverulega er þar þegar fólk fer að fara í skimun úr sóttkví,“ segir Víðir. Þá kveðst hann ekki vita til þess að fleiri smit hafi komið upp á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík en síðdegis í gær var greint frá því að einn heimilismaður þar hefði greinst með veiruna. Víðir segir að vel hafi gengið að ná utan um smitið og að farið hafi verið eftir öllum verkferlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira