Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 16:16 Forstjórinn segir tölfræðina gefa til kynna að fleiri þurfi að leggjast inn á sjúkrahúsið á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. Nú eru 95 í einangrun vegna kórónuveirusýkingar á Norðurlandi eystra og 574 eru í sóttkví. Ástandið hefur versnað mjög á síðustu tveimur vikum eða svo. Bjarni Smári Jónasson er forstjóri Sjúkrahússins á AkureyriSjúkrahúsið á Akureyri Bjarni Smári Jónasson er forstjóri sjúkrahússins á Akureyri. „Eins og staðan er núna þá liggja hjá okkur fjórir einstaklingar og þeir eru á almennri deild og enginn er á gjörgæslu. Þeim heilsast eftir atvikum.“ Hann segir að tölfræðin sýni að fleiri muni þurfi á innlögn að halda á næstu dögum eða vikum. „Hún segir okkur að við getum átt von á að fleiri komi til með að þurfa að leggjast inn hjá okkur á næstu dögum en hvað verður, verður tíminn að leiða í ljós.“ Bjarni var spurður hvað spítalinn getur tekið á móti mörgum Covid-19 sjúklingum. „Við getum tekið við allt upp í 24-34 einstaklinga eftir því hversu umfangið verður mikið en með góðu móti getum við sinnt á bilinu átta til fimmtán einstaklingum en ef þarf að leggja fleiri sjúklinga inn þá kallar það á meiri aðgerðir en það er hægt.“ Bjarni biðlar til bæjarbúa að huga vel að persónulegum sóttvörnum og fara að sóttvarnareglum. „Þannig tryggjum við best að við komumst í gegnum þetta tímabil eins áfallalítið og unnt er.“ Akureyri Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29 Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. Nú eru 95 í einangrun vegna kórónuveirusýkingar á Norðurlandi eystra og 574 eru í sóttkví. Ástandið hefur versnað mjög á síðustu tveimur vikum eða svo. Bjarni Smári Jónasson er forstjóri Sjúkrahússins á AkureyriSjúkrahúsið á Akureyri Bjarni Smári Jónasson er forstjóri sjúkrahússins á Akureyri. „Eins og staðan er núna þá liggja hjá okkur fjórir einstaklingar og þeir eru á almennri deild og enginn er á gjörgæslu. Þeim heilsast eftir atvikum.“ Hann segir að tölfræðin sýni að fleiri muni þurfi á innlögn að halda á næstu dögum eða vikum. „Hún segir okkur að við getum átt von á að fleiri komi til með að þurfa að leggjast inn hjá okkur á næstu dögum en hvað verður, verður tíminn að leiða í ljós.“ Bjarni var spurður hvað spítalinn getur tekið á móti mörgum Covid-19 sjúklingum. „Við getum tekið við allt upp í 24-34 einstaklinga eftir því hversu umfangið verður mikið en með góðu móti getum við sinnt á bilinu átta til fimmtán einstaklingum en ef þarf að leggja fleiri sjúklinga inn þá kallar það á meiri aðgerðir en það er hægt.“ Bjarni biðlar til bæjarbúa að huga vel að persónulegum sóttvörnum og fara að sóttvarnareglum. „Þannig tryggjum við best að við komumst í gegnum þetta tímabil eins áfallalítið og unnt er.“
Akureyri Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29 Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29
Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07