„Peningaleysi er ekki skýringin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Vísir/Einar Árnason Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Hún segir að skort á starfsfólki sé ekki hægt að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. „Kannski gerðist það akkúrat þarna sem við óttuðumst öll að gæti gerst og við sjáum það að þessi veira er lúmsk. Hún í raun og veru skýtur upp kollinum hvar sem er og þarna eiginlega þar sem síst skyldi, þar sem að viðkvæmasta fólkið okkar er statt. Þannig að það voru auðvitað mikil vonbrigði en ég treysti Landspítalanum vel til þess að fara í saumana á málinu og þessari atburðarás,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún fylgist vel með stöðunni en það sé stórmál þegar Landspítalinn sé kominn á neyðarstig. „Það er ekki í raun og veru staða sem við höfum séð áður og það þýðir það að það taka við algjörlega ný nálgun á daglegan rekstur spítalans,“ segir Svandís. Forstjóri Landspítalans sagði í pistli sem birtist á heimasíðu Landspítalans á föstudaginn að mannekla sé ein helsta ástæðan fyrir því að ekki hafi verið hægt að hólfaskipta deildum á Landakoti. Svandís kveðst meðvituð um þann vanda sem fylgir manneklu. „Það er mjög alvarlegt og það er kannski nákvæmlega það sem er eitt af stærstu áskorununum okkar í íslenska heilbrigðiskerfinu, og ekki bara hér heldur líka í löndunum í kringum okkur, það eru mönnunarmálin. Ekki síst í stöðu eins og við erum í núna þegar það eru milli tvö og þrjú hundruð heilbrigðisstarfsmenn sem eru í sóttkví,“ segir Svandís. Það segi sig sjálft að erfitt sé að bregðast við slíku. Bakvarðasveitin vegi upp á móti en staðan sé engu að síður flókin. Hún ítrekaði þó að á Landakoti hafi verið unnið gott starf í þágu sýkingavarna og að starfsfólk þar sé vel meðvitað og hafi unnið gott starf í þeim efnum. „Ég vil bara senda þeim mínar bestu baráttukveðjur því ég veit að þar er fólk sem að virkilega vill gera vel,“ segir Svandís. „Það er alveg klárt að við vitum covid-19 kostar peninga og kostar það í öllu samfélaginu en ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Og við höfum sagt það mjög skýrt, við sem erum í ríkisstjórninni hvort sem það er ég eða fjármálaráðherra eða forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í heild, að þau útgjöld sem þarf að ráðast í vegna covid-19 þau verða bætt,“ sagði Svandís, spurð hvort segja mætti að ástæðu manneklu mætti rekja til fjársveltis í heilbrigðiskerfinu. „Peningaleysi er ekki skýringin,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Hún segir að skort á starfsfólki sé ekki hægt að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. „Kannski gerðist það akkúrat þarna sem við óttuðumst öll að gæti gerst og við sjáum það að þessi veira er lúmsk. Hún í raun og veru skýtur upp kollinum hvar sem er og þarna eiginlega þar sem síst skyldi, þar sem að viðkvæmasta fólkið okkar er statt. Þannig að það voru auðvitað mikil vonbrigði en ég treysti Landspítalanum vel til þess að fara í saumana á málinu og þessari atburðarás,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún fylgist vel með stöðunni en það sé stórmál þegar Landspítalinn sé kominn á neyðarstig. „Það er ekki í raun og veru staða sem við höfum séð áður og það þýðir það að það taka við algjörlega ný nálgun á daglegan rekstur spítalans,“ segir Svandís. Forstjóri Landspítalans sagði í pistli sem birtist á heimasíðu Landspítalans á föstudaginn að mannekla sé ein helsta ástæðan fyrir því að ekki hafi verið hægt að hólfaskipta deildum á Landakoti. Svandís kveðst meðvituð um þann vanda sem fylgir manneklu. „Það er mjög alvarlegt og það er kannski nákvæmlega það sem er eitt af stærstu áskorununum okkar í íslenska heilbrigðiskerfinu, og ekki bara hér heldur líka í löndunum í kringum okkur, það eru mönnunarmálin. Ekki síst í stöðu eins og við erum í núna þegar það eru milli tvö og þrjú hundruð heilbrigðisstarfsmenn sem eru í sóttkví,“ segir Svandís. Það segi sig sjálft að erfitt sé að bregðast við slíku. Bakvarðasveitin vegi upp á móti en staðan sé engu að síður flókin. Hún ítrekaði þó að á Landakoti hafi verið unnið gott starf í þágu sýkingavarna og að starfsfólk þar sé vel meðvitað og hafi unnið gott starf í þeim efnum. „Ég vil bara senda þeim mínar bestu baráttukveðjur því ég veit að þar er fólk sem að virkilega vill gera vel,“ segir Svandís. „Það er alveg klárt að við vitum covid-19 kostar peninga og kostar það í öllu samfélaginu en ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Og við höfum sagt það mjög skýrt, við sem erum í ríkisstjórninni hvort sem það er ég eða fjármálaráðherra eða forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í heild, að þau útgjöld sem þarf að ráðast í vegna covid-19 þau verða bætt,“ sagði Svandís, spurð hvort segja mætti að ástæðu manneklu mætti rekja til fjársveltis í heilbrigðiskerfinu. „Peningaleysi er ekki skýringin,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira