„Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2020 17:01 Víðir Reynisson. Ljósmynd/Almannavarnir Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. „Aldrei nokkurn tímann í lýðveldissögunni hefur öðrum eins aðgerðum verið beitt. Þetta er ekki tíminn til að leita leiða. Þetta er tíminn til að verjast og beita eins ítarlegum sóttvörnum og við mögulega getum. Það gerum við ekki með því að vera að leita að undanþágum. Það þurfa allir að draga djúpt andann. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna í samtali við fréttastofu. Mörg fyrirtæki munu ekki lifa af „Við heyrum hvernig fulltrúar atvinnurekenda tala um fyrirtæki sem eiga mjög erfitt. Mörg fyrirtæki munu kannski ekki lifa þessa tíma af. Það er mjög erfitt og gríðarlega margir að missa vinnuna. Þess heldur þurfum við öll að leggjast á eitt að takast á við þetta núna og reyna að komast í gegnum þennan skafl. Síðan þurfum við að reyna að finna leiðir til að koma samfélaginu í gang aftur og lifa með veirunni þar til að bóluefni hefur borist. Þetta er langhlaup.“ Hann segir að nú þurfi að taka öflugan sprett til að kveða þessa bylgju niður svo að ástandið verði viðráðanlegt fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum. Þetta er ekki tíminn til að reyna að túlka reglurnar vítt sér í hag. Þetta er erfitt, strembið og verður það áfram. En þetta er eina leiðin til að ná tökum á þessu.“ Þurfum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. „Við erum komin með innlagða sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri líka. Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Við verðum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. „Aldrei nokkurn tímann í lýðveldissögunni hefur öðrum eins aðgerðum verið beitt. Þetta er ekki tíminn til að leita leiða. Þetta er tíminn til að verjast og beita eins ítarlegum sóttvörnum og við mögulega getum. Það gerum við ekki með því að vera að leita að undanþágum. Það þurfa allir að draga djúpt andann. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna í samtali við fréttastofu. Mörg fyrirtæki munu ekki lifa af „Við heyrum hvernig fulltrúar atvinnurekenda tala um fyrirtæki sem eiga mjög erfitt. Mörg fyrirtæki munu kannski ekki lifa þessa tíma af. Það er mjög erfitt og gríðarlega margir að missa vinnuna. Þess heldur þurfum við öll að leggjast á eitt að takast á við þetta núna og reyna að komast í gegnum þennan skafl. Síðan þurfum við að reyna að finna leiðir til að koma samfélaginu í gang aftur og lifa með veirunni þar til að bóluefni hefur borist. Þetta er langhlaup.“ Hann segir að nú þurfi að taka öflugan sprett til að kveða þessa bylgju niður svo að ástandið verði viðráðanlegt fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum. Þetta er ekki tíminn til að reyna að túlka reglurnar vítt sér í hag. Þetta er erfitt, strembið og verður það áfram. En þetta er eina leiðin til að ná tökum á þessu.“ Þurfum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. „Við erum komin með innlagða sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri líka. Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Við verðum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira