Stytta af Agli Thorarensen reist í nýja miðbænum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2020 12:30 Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga með nýju bækurnar fyrir framan sig, sem voru að koma út og fást nú í öllum helstu bókaverslunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kaupfélag Árnesninga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember en kaupfélagið var stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu með Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra í fararbroddi. Nú eru um þrjú þúsund félagsmenn í Kaupfélagi Árnesinga þó starfsemin sé lítil sem engin. Það var 1. nóvember 1930 eða fyrir 90 árum, sem Kaupfélag Árnesinga var stofnað á fámennum fundi. Í hópnum var ungur kaupmaður, Egill Thorarensen í Sigtúnum við Ölfusárbrú, sem tók að sér að stýra nýja kaupfélaginu en hann var kaupfélagsstjóri í 31 ár. Lítil starfsemi er í dag á vegum Kaupfélags Árnesinga en það er þó starfandi kaupfélagsstjóri, sem heitir Guðmundur Búason og hann þekkir manna best sögu Kaupfélags Árnesinga. „Já, Kaupfélag Árnesinga stóð fyrir það að útvega sínum félagsmönnum vörur á hagstæðu verði, fram að því hafði verið allur gangur á því. Kaupfélagið var allt í öllu á Selfossi og reyndar í byggðarlögunum hér í kring, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn, en félagið byggði upp Þorlákshöfn frá grunni má segja, þannig að það var hér á öllu þessu svæði,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir á árunum 1995 til 2000 hafi dregið veruleg úr starfsemi kaupfélagsins, sem endaði með því að félagið seldi allan verslunarreksturinn? Ekki verður haldið formlega upp á 90 ára afmælið í dag en í tilefni tímamótanna ákvað stjórn kaupfélagsins að gefa út sögu Kaupfélags Árnesinga, sem þróaðist út í það að verða „Samvinna á Suðurlandi“ í fjórum bindum, sem var að koma út, sem Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði. Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði nýju bókunum, „Samvinna á Suðurlandi“, sem eru fjögur bindi.Aðsend „Þetta er alveg ótrúlega mikil saga sem þarna birtist,“ segir Guðmundur. Kaupfélagið tekur þátt í einu verkefni í viðbót vegna 90 ára afmælisins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er verið að byggja. „Já, það hefur verið ákveðið að reisa þar styttu af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri frá 1930 til 1961 og driffjöður í öllu starfi á staðnum. Kaupfélagið hefur ákveðið að koma að þessari styttu með myndarlegum hætti í tilefni af afmælinu líka,“ segir Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Stytta af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga í 31 ár verður reist í nýja miðbænum, sem er verið að byggja á Selfossi. Kaupfélag Árnesinga ætlar að koma myndarlega að því verkefni. Undir stjórn Egils, „jarlsins af Sigtúnum“ ein sog hann var oft kallaður varð Kaupfélag Árnesinga að sannkölluðu stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu.Aðsend Verslun Árborg Styttur og útilistaverk Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Kaupfélag Árnesninga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember en kaupfélagið var stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu með Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra í fararbroddi. Nú eru um þrjú þúsund félagsmenn í Kaupfélagi Árnesinga þó starfsemin sé lítil sem engin. Það var 1. nóvember 1930 eða fyrir 90 árum, sem Kaupfélag Árnesinga var stofnað á fámennum fundi. Í hópnum var ungur kaupmaður, Egill Thorarensen í Sigtúnum við Ölfusárbrú, sem tók að sér að stýra nýja kaupfélaginu en hann var kaupfélagsstjóri í 31 ár. Lítil starfsemi er í dag á vegum Kaupfélags Árnesinga en það er þó starfandi kaupfélagsstjóri, sem heitir Guðmundur Búason og hann þekkir manna best sögu Kaupfélags Árnesinga. „Já, Kaupfélag Árnesinga stóð fyrir það að útvega sínum félagsmönnum vörur á hagstæðu verði, fram að því hafði verið allur gangur á því. Kaupfélagið var allt í öllu á Selfossi og reyndar í byggðarlögunum hér í kring, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn, en félagið byggði upp Þorlákshöfn frá grunni má segja, þannig að það var hér á öllu þessu svæði,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir á árunum 1995 til 2000 hafi dregið veruleg úr starfsemi kaupfélagsins, sem endaði með því að félagið seldi allan verslunarreksturinn? Ekki verður haldið formlega upp á 90 ára afmælið í dag en í tilefni tímamótanna ákvað stjórn kaupfélagsins að gefa út sögu Kaupfélags Árnesinga, sem þróaðist út í það að verða „Samvinna á Suðurlandi“ í fjórum bindum, sem var að koma út, sem Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði. Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði nýju bókunum, „Samvinna á Suðurlandi“, sem eru fjögur bindi.Aðsend „Þetta er alveg ótrúlega mikil saga sem þarna birtist,“ segir Guðmundur. Kaupfélagið tekur þátt í einu verkefni í viðbót vegna 90 ára afmælisins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er verið að byggja. „Já, það hefur verið ákveðið að reisa þar styttu af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri frá 1930 til 1961 og driffjöður í öllu starfi á staðnum. Kaupfélagið hefur ákveðið að koma að þessari styttu með myndarlegum hætti í tilefni af afmælinu líka,“ segir Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Stytta af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga í 31 ár verður reist í nýja miðbænum, sem er verið að byggja á Selfossi. Kaupfélag Árnesinga ætlar að koma myndarlega að því verkefni. Undir stjórn Egils, „jarlsins af Sigtúnum“ ein sog hann var oft kallaður varð Kaupfélag Árnesinga að sannkölluðu stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu.Aðsend
Verslun Árborg Styttur og útilistaverk Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira