Upprisa WOW air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2020 22:40 Vinkonurnar fjórar í gervi flugfreyja WOW air, uppvakninga nánar til tekið. Aðsend Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett stórt strik í reikning hrekkjavökunnar hér á landi sem annars staðar í dag voru fjölmargir sem fundu leiðir til að fagna hátíðinni. Almannavarnir og forsætisráðherra höfðu hvatt fólk til að finna aðrar leiðir til að halda upp á hátíðina en hina klassísku, að ganga í hús og hóta grikk ef ekki fékkst gott. Fjórar bekkjarsystur á níunda ári í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur vöktu athygli á flakki sínu um hverfið og víðar í dag. Segja má að búningar þeirra Bergrúnar, Rósu, Sigríðar Íseyjar og Vigdísar hafi slegið í gegn. Bergrún, Sigríður Ísey, Rósa og Vigdís klárar í bátana, öllu heldur flugvélina.Aðsend Vinkonurnar níu ára klæddu sig upp sem flugfreyjur WOW air og nutu þar framtaks og hugmyndaflugs Guðrúnar V. Þórarinsdóttur sem starfaði sjálf hjá flugfélaginu sem Skúli Mogensen rak um árabil fram að gjaldþroti í fyrra. Rebekka Pálsdóttir, móðir Sigríðar Íseyjar, segir foreldrana hafa skipulagt ratleik fyrir stelpurnar. Þær hafi vakið mikla athygli í fjólubláum búningum sem minntu á gamla tíma, þegar flugvélar WOW air flugu um loftin blá og enginn hafði heyrt um kórónuveiruna. Fjölmörg hús á landinu hafa verið skreytt og má segja að sumar skreytingarnar séu afar metnaðarfullar. Stefán Máni rithöfundur vakti athygli á þessu skreytta húsi í Sörlaskjóli sem vafalítið hefur orðið ansi draugalegt þegar líða fór á kvöldið. Ok mér brá..... pic.twitter.com/fjEndVkKlm— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) October 31, 2020 Þá hrósaði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, landsmönnum sem hafa lagt sig fram við skreytingar öðru fólki til mikillar gleði. Dýrka það sé bara eitthvað fólk að leggja sig allt fram við að skreyta til að gera skemmtilegt fyrir annað fólk ❤️ pic.twitter.com/sYyDoAi7J0— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 31, 2020 Þá hefur hús Kitty von Sommertime við Hringbraut vakið mikla athygli. Líklega eru fáir sem toppa Kitty í metnaðarfullri skreytingu á húsi sínu sem sjá má í myndbandinu að neðan. Kitty elskar hrekkjavökuna en ekki síður jólin sem eru jú handan við hornið. Vegfarendur ættu því að hafa auga með húsi hennar við Hringbraut, rétt austan við Hofsvallagötu. Vísir hvetur fólk til að setja myndir af vel skreyttum húsum, flottum búningum eða öðru hrekkjavökutengdu í ummæli hér að neðan. Eða senda myndir á ritstjorn(hja)visir.is. Hrekkjavaka WOW Air Krakkar Tengdar fréttir Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. 29. október 2020 18:34 Hrekkjavaka verði haldin heima í ár Víða verður haldið upp á hrekkjavöku á laugardaginn, 31. október, en vinsældir hrekkjavöku hér á landi hafa farið ört vaxandi hér á landi undanfarin ár. 28. október 2020 21:34 Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett stórt strik í reikning hrekkjavökunnar hér á landi sem annars staðar í dag voru fjölmargir sem fundu leiðir til að fagna hátíðinni. Almannavarnir og forsætisráðherra höfðu hvatt fólk til að finna aðrar leiðir til að halda upp á hátíðina en hina klassísku, að ganga í hús og hóta grikk ef ekki fékkst gott. Fjórar bekkjarsystur á níunda ári í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur vöktu athygli á flakki sínu um hverfið og víðar í dag. Segja má að búningar þeirra Bergrúnar, Rósu, Sigríðar Íseyjar og Vigdísar hafi slegið í gegn. Bergrún, Sigríður Ísey, Rósa og Vigdís klárar í bátana, öllu heldur flugvélina.Aðsend Vinkonurnar níu ára klæddu sig upp sem flugfreyjur WOW air og nutu þar framtaks og hugmyndaflugs Guðrúnar V. Þórarinsdóttur sem starfaði sjálf hjá flugfélaginu sem Skúli Mogensen rak um árabil fram að gjaldþroti í fyrra. Rebekka Pálsdóttir, móðir Sigríðar Íseyjar, segir foreldrana hafa skipulagt ratleik fyrir stelpurnar. Þær hafi vakið mikla athygli í fjólubláum búningum sem minntu á gamla tíma, þegar flugvélar WOW air flugu um loftin blá og enginn hafði heyrt um kórónuveiruna. Fjölmörg hús á landinu hafa verið skreytt og má segja að sumar skreytingarnar séu afar metnaðarfullar. Stefán Máni rithöfundur vakti athygli á þessu skreytta húsi í Sörlaskjóli sem vafalítið hefur orðið ansi draugalegt þegar líða fór á kvöldið. Ok mér brá..... pic.twitter.com/fjEndVkKlm— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) October 31, 2020 Þá hrósaði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, landsmönnum sem hafa lagt sig fram við skreytingar öðru fólki til mikillar gleði. Dýrka það sé bara eitthvað fólk að leggja sig allt fram við að skreyta til að gera skemmtilegt fyrir annað fólk ❤️ pic.twitter.com/sYyDoAi7J0— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 31, 2020 Þá hefur hús Kitty von Sommertime við Hringbraut vakið mikla athygli. Líklega eru fáir sem toppa Kitty í metnaðarfullri skreytingu á húsi sínu sem sjá má í myndbandinu að neðan. Kitty elskar hrekkjavökuna en ekki síður jólin sem eru jú handan við hornið. Vegfarendur ættu því að hafa auga með húsi hennar við Hringbraut, rétt austan við Hofsvallagötu. Vísir hvetur fólk til að setja myndir af vel skreyttum húsum, flottum búningum eða öðru hrekkjavökutengdu í ummæli hér að neðan. Eða senda myndir á ritstjorn(hja)visir.is.
Hrekkjavaka WOW Air Krakkar Tengdar fréttir Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. 29. október 2020 18:34 Hrekkjavaka verði haldin heima í ár Víða verður haldið upp á hrekkjavöku á laugardaginn, 31. október, en vinsældir hrekkjavöku hér á landi hafa farið ört vaxandi hér á landi undanfarin ár. 28. október 2020 21:34 Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. 29. október 2020 18:34
Hrekkjavaka verði haldin heima í ár Víða verður haldið upp á hrekkjavöku á laugardaginn, 31. október, en vinsældir hrekkjavöku hér á landi hafa farið ört vaxandi hér á landi undanfarin ár. 28. október 2020 21:34