Innlent

Rjúpna­veiði ekki í anda nú­verandi sótt­varna­reglna

Sylvía Hall skrifar
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetja fólk til þess að sleppa rjúpnaveiðum á meðan núverandi takmarkanir eru í gildi.
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetja fólk til þess að sleppa rjúpnaveiðum á meðan núverandi takmarkanir eru í gildi. Vísir/Vilhelm

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent frá sér ábendingu vegna rjúpnaveiða. Þar segir að rjúpnaveiði samræmist ekki beinlínis þeim sóttvarnareglum sem eru nú í gildi, enda feli slíkt í sér ferðalög milli landshluta.

„Þó að rjúpnaveiði sé holl hreyfing og frískandi útivera þá eru ferðalögin og sérstaklega ferðir á milli landshluta ekki í anda þess sem núverandi reglur í baráttunni við Covid-19 standa fyrir,“ segir í ábendingunni.

Þá kemur fram að „þessar hörðustu samkomutakmarkanir í lýðveldissögunni“ séu til þess að draga úr allri starfsemi og samneyti fólks á meðan reynt er að ná tökum á faraldrinum. Staða heilbrigðiskerfisins sé erfið og því þurfi að koma í veg fyrir frekara álag á það.

„Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.