Lífið

Beck­ham-hjón gera milljarða­samning við Net­flix

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Victoria og David eru einstaklega fræg. Svo fræg að Netflix vill borga fullt af peningum fyrir að gera heimildamynd um þau.
Victoria og David eru einstaklega fræg. Svo fræg að Netflix vill borga fullt af peningum fyrir að gera heimildamynd um þau. Marc Piasecki/GC Images

Stjörnuhjónin David og Victoria Beckham hafa gert samning við Netflix um gerð heimildamyndar um líf þeirra hjóna, samkvæmt dægurmiðlum ytra. Samningurinn er sagður nema um 16 milljónum punda, eða rúmlega 2,9 milljörðum króna.

Samkvæmt frétt Metro mun heimildamyndin aðallega snúast um líf fyrrum knattspyrnumannsins Davids. Hún er þó sögð munu sýna á honum nýja hlið, í samskiptum við eiginkonu hans og börn.

Myndin er þá sögð verða unnin úr gömlum myndböndum úr safni fjölskyldunnar. Myndböndin sýna meðal annars frá afmælum, jólum og öðrum viðburðum sem fjölskyldan hefur notið saman. Auk þess á myndin að veita innsýn í fyrstu stefnumót þeirra hjóna, sem sögð eru afar fyndin.

„Upptökuteymi mun þá skrásetja líf Davids eins og það er núna, og fylgja honum um heiminn á meðan hann sinnir hinum ýmsu viðskiptum.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.