„Þurfum að átta okkur á því að mánudagurinn verður ekkert venjulegur dagur“ Kolbeinn Tumi Daðason, Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. október 2020 16:09 Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennar merkir mikla þreytu í lok viku. Óljóst er hvernig starfið verði í grunnskólum eftir helgi en mánudagurinn verði ekki venjulegur dagur. Það sé ljóst. „Þessar reglur munu hafa mikil áhrif á skipulag skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra boðaði að hertar aðgerðir í skólum landsins yrðu kynntar um helgina. Sagði hún að þeir verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Tveggja metra regla í sumum árgöngum Dregið verður úr undanþágum fyrir börn í nýju reglunum. Nú verða aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda um alla árganga og þetta erum við núna að útfæra. Þetta verður allt mjög skýrt frá og með sunnudeginum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í dag. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla, þá er stefnt að því að leik- og grunnskólar takmarki fjölda barna við 25 í hverjum tíma.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. Röskun óhjákvæmileg Þorgerður Laufey segir ljóst að reynt verði að skipuleggja skólastarf svo röskun verði sem minnst. En breytingar verði alveg örugglega einhverjar. Fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag að aðeins börn fædd 2015 og síðar séu undanþegin tveggja metra reglu, fjöldatakmörkunum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. „Já, það kom alveg skýrt fram að grímuskylda væri þar sem ekki væri hægt að tryggja nægilegt rými milli einstaklinga. Það er alveg skýrt. En hitt er annað að þetta mun auðvitað hafa mikil áhrif en hvaða áhrif á eftir að finna út og skoða.“ Óljóst með grímunotkun Þorgerður Laufey segir óljóst á þessari stundu hvort börn í grunnskólum þurfi nú að mæta með grímur. „Ég átta mig ekki á því með hvaða hætti verður hægt að halda úti skólastarfi. Það verður samt alveg örugglega gert vegna þess að bæði lausnaleit allra í kerfinu er númer eitt, tvo og þrjú. Það verður reynt að gera það sem þarf að gera til þess að keyra þessa veiru niður en jafnframt að tryggja eins og hægt er það sem þarf. Og það er fyrst og fremst að öll börn hafi einhvers konar möguleika á að vera í samskiptum við aðra.“ Foreldrar um allt land velta því fyrir sér hvað verði á mánudaginn. Þorgerður Laufey minnir á að reglugerðin liggi ekki fyrir. „Það fer örugglega helgin í að átta sig á því með hvaða hætti grunnskólar geta haldið áfram. Ég held það þurfi að gefa ákveðið rými til að gera þetta sem best. Nú er helgi, fólk er þreytt og það þarf mjög mikla yfirlegu að sitja yfir þessu og sjá hvernig þetta gengur best. Maður áttar sig á því að foreldrar eru mjög uggandi yfir því hvað gerist á mánudag og þurfa jafnvel svör við því núna. Ég held að foreldrar þurfi eins og við öll hin að átta okkur á því að mánudagurinn verður ekkert venjulegur dagur.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum frá menntamálaráðherra að tveggja metra reglan mun ekki gilda í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Þessar reglur munu hafa mikil áhrif á skipulag skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra boðaði að hertar aðgerðir í skólum landsins yrðu kynntar um helgina. Sagði hún að þeir verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Tveggja metra regla í sumum árgöngum Dregið verður úr undanþágum fyrir börn í nýju reglunum. Nú verða aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda um alla árganga og þetta erum við núna að útfæra. Þetta verður allt mjög skýrt frá og með sunnudeginum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í dag. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla, þá er stefnt að því að leik- og grunnskólar takmarki fjölda barna við 25 í hverjum tíma.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. Röskun óhjákvæmileg Þorgerður Laufey segir ljóst að reynt verði að skipuleggja skólastarf svo röskun verði sem minnst. En breytingar verði alveg örugglega einhverjar. Fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag að aðeins börn fædd 2015 og síðar séu undanþegin tveggja metra reglu, fjöldatakmörkunum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. „Já, það kom alveg skýrt fram að grímuskylda væri þar sem ekki væri hægt að tryggja nægilegt rými milli einstaklinga. Það er alveg skýrt. En hitt er annað að þetta mun auðvitað hafa mikil áhrif en hvaða áhrif á eftir að finna út og skoða.“ Óljóst með grímunotkun Þorgerður Laufey segir óljóst á þessari stundu hvort börn í grunnskólum þurfi nú að mæta með grímur. „Ég átta mig ekki á því með hvaða hætti verður hægt að halda úti skólastarfi. Það verður samt alveg örugglega gert vegna þess að bæði lausnaleit allra í kerfinu er númer eitt, tvo og þrjú. Það verður reynt að gera það sem þarf að gera til þess að keyra þessa veiru niður en jafnframt að tryggja eins og hægt er það sem þarf. Og það er fyrst og fremst að öll börn hafi einhvers konar möguleika á að vera í samskiptum við aðra.“ Foreldrar um allt land velta því fyrir sér hvað verði á mánudaginn. Þorgerður Laufey minnir á að reglugerðin liggi ekki fyrir. „Það fer örugglega helgin í að átta sig á því með hvaða hætti grunnskólar geta haldið áfram. Ég held það þurfi að gefa ákveðið rými til að gera þetta sem best. Nú er helgi, fólk er þreytt og það þarf mjög mikla yfirlegu að sitja yfir þessu og sjá hvernig þetta gengur best. Maður áttar sig á því að foreldrar eru mjög uggandi yfir því hvað gerist á mánudag og þurfa jafnvel svör við því núna. Ég held að foreldrar þurfi eins og við öll hin að átta okkur á því að mánudagurinn verður ekkert venjulegur dagur.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum frá menntamálaráðherra að tveggja metra reglan mun ekki gilda í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent