Lífið

Myrkfælni, flughræðsla og óstjórnlegur ótti við kolkrabba

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gauti og Arnar Freyr alltaf léttir.
Gauti og Arnar Freyr alltaf léttir.

Rappararnir Emmsjé Gauti og Arnar Freyr úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur halda úti hlaðvarpinu Podkastalinn.

Nýjasti þátturinn er með sérstöku hrekkjavökusniði og fara vinirnir í saumana á fjölmörgu sem vekur upp óhug, ógeð og skelfingu að þeirra mati. Í ljós kemur að Gauti er bæði myrkfælinn og flughræddur en Arnar óttast kolkrabba, kviksyndi, bandorma og skepnur sem þrá ekkert heitar en að verpa eggjum inni í manni. Báðir hræðast þeir sjóinn.

Strákarnir búa báðir í vesturbænum og eru sammála um að þar sé stemningin góð á Hrekkjavöku en í klippunni hér fyrir neðan má heyra og sjá Gauta lýsa óhugnanlegasta húsinu sem hann heimsótti í fyrra með dóttir sinni.

Umræðan berst óumflýjanlega að martröðum og þótt flestum leiðist frásagnir af draumum þá má hafa gaman af þessum illa tvíburabróður þeirra. Martraðir endurspegla oft djúpstæðan ótta og í Gauta tilviki er það raunin. Frá því að hann var lítill kútur hefur hann dreymt sömu martröðina reglulega, um sig á hafsbotni í návígi við steypireyði. Þessa frásögn og umræðu um hafið má heyra í klippunni hér fyrir neðan.

Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.