Innlent

Starfsmenn Landspítala verða skimaðir með skipulögðum hætti

Sylvía Hall skrifar
Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Í ljósi hópsýkingarinnar sem kom upp á Landakoti hefur verið ákveðið að skima starfsmenn Landspítala með skipulögðum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans, en smitum tengdum hópsýkingunni heldur áfram að fjölga. 

Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga, en 46 starfsmenn og 39 sjúklingar á Landakoti hafa nú greinst með veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að um 140 tilfelli kórónuveirunnar hefðu verið rakin til Landakots.

Alls hafa ellefu greinst með veiruna á Reykjalundi útfrá þeirri hópsýkingu sem kom upp á Landakoti, sex starfsmenn og fimm sjúklingar. Sextán sjúklingar á Sólvöllum hafa sömuleiðis greinst og tíu starfsmenn þar. 

Einn hefur verið lagður inn á Landspítala vegna kórónuveirusmits frá því að tölur dagsins voru birtar í morgun og liggja nú 63 inni. Þá fjölgar um einn á gjörgæslu og í öndunarvél, en nú eru þrír á gjörgæslu og þar af tveir í öndunarvél. 

Covid-göngudeildin sinnir eftirliti með þeim sem hafa greinst með veiruna, en alls eru nú 967 sjúklingar í eftirliti deildarinnar og þar af eru 168 börn. 

242 starfsmenn Landspítala eru í sóttkví. 


Tengdar fréttir

Búa sig undir tvær erfiðar vikur

79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.