Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Kolbeinn Tumi Daðason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. október 2020 19:31 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari hjá ríkissaksóknara. Vísir/ArnarHalldórs Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Í nýjum Kompás þætti, sem sjá má hér að neðan, er fjallað um á fjórða tug manna sem eru til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar grófar nauðganir ábörnum allt niður í nokkrra mánaða gömlum. Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár. Það gæti hins vegar breyst á næstunni en til stendur að leggja fram frumvarp um að refsihámark verði hækkað úr tveimur árum í sex. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari ætlar að leggja frumvarpið fram, en það er hennar fyrsta frumvarp. Sjálf vann hún lengi við saksókn í málum sem þessum. „Þar sem lögregla er að fá inn til sín langt um stærri mál en verið hefur og tveggja ára refsihámark nær einfaldlega ekki utan um alvarleika málanna. Líka það að brotin eru að breyast. Það eru menn sem eru teknir með tugi þúsunda mynda og meira en það jafnvel og efnið er grófara en við höfum áður séð,“ segir Þorbjörg. Þá sé markmiðið jafnframt að fæla menn frá slíkum afbrotum. Refsirammi flestra Norðurlandanna er nú þyngri en hérlendis, með refsihámark allt að 6 árum. Þorbjörg segir menn sem skoða barnaníðsefni eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni sé framleitt. „Við framleiðslu svona efnis er það auðvitað þannig að það er brotið kynferðislega gegn barni,“ segir hún. Dómar sé ekki nógu þungir. Í dómi frá 2015 var maður sakfelldur fyrir að vera með 34.000 myndir og 585 myndbönd. Hluti efnissins sýndi fullorðna beita börn kynferðislegu ofbeldi eða börn að hafa kynmök sín á milli. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. „Í sumum þessara mál hefði mátt stíga fastar niður fæti,“ segir Þorbjörg. Kompás Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Í nýjum Kompás þætti, sem sjá má hér að neðan, er fjallað um á fjórða tug manna sem eru til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar grófar nauðganir ábörnum allt niður í nokkrra mánaða gömlum. Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár. Það gæti hins vegar breyst á næstunni en til stendur að leggja fram frumvarp um að refsihámark verði hækkað úr tveimur árum í sex. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari ætlar að leggja frumvarpið fram, en það er hennar fyrsta frumvarp. Sjálf vann hún lengi við saksókn í málum sem þessum. „Þar sem lögregla er að fá inn til sín langt um stærri mál en verið hefur og tveggja ára refsihámark nær einfaldlega ekki utan um alvarleika málanna. Líka það að brotin eru að breyast. Það eru menn sem eru teknir með tugi þúsunda mynda og meira en það jafnvel og efnið er grófara en við höfum áður séð,“ segir Þorbjörg. Þá sé markmiðið jafnframt að fæla menn frá slíkum afbrotum. Refsirammi flestra Norðurlandanna er nú þyngri en hérlendis, með refsihámark allt að 6 árum. Þorbjörg segir menn sem skoða barnaníðsefni eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni sé framleitt. „Við framleiðslu svona efnis er það auðvitað þannig að það er brotið kynferðislega gegn barni,“ segir hún. Dómar sé ekki nógu þungir. Í dómi frá 2015 var maður sakfelldur fyrir að vera með 34.000 myndir og 585 myndbönd. Hluti efnissins sýndi fullorðna beita börn kynferðislegu ofbeldi eða börn að hafa kynmök sín á milli. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. „Í sumum þessara mál hefði mátt stíga fastar niður fæti,“ segir Þorbjörg.
Kompás Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00