Flókið að samræma foreldra sem hafa enga tengingu nema barnið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2020 09:31 Andrea Eyland og Þorleifur Kamban eiga blandaða fjölskyldu. Þau segja mikilvægt að ræða vel saman, allir sem koma að uppeldi barnanna. Vísir/Vilhelm „Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið sem hún talar um sem lánsmóðir og oft er kallað bónusforeldri. Andrea og kærastinn hennar Þorleifur Kamban eiga tvo syni saman og svo áttu þau bæði börn úr fyrri samböndum svo börnin eru samtals átta talsins. Andrea á barnsfeður og Þorleifur á barnsmæður svo það koma margir aðilar að uppeldi barnanna. Það er því oft á tíðum áskorun að skipuleggja lífið og láta þetta allt ganga upp. Erfiður vegur að feta „Þetta hefur gengið mjög mikið upp og ofan,“ viðurkennir Andrea. „Við höfum alveg verið á barmi þess að sprengja allt í loft upp og labba út frá hvort öðru.“ Hún segir að í byrjun sambandsins hafi þetta gengið vel en svo þegar meiri alvara komst á þeirra samband varð þetta flóknara. „Börnin í sjálfu sér eru kannski minnst flókin í þessu, það er aðallega að samræma foreldra sem að búa ekki saman og hafa í raun enga tengingu nema barnið. Mismunandi viðhorf og gildi fjölskyldna og þetta er bara rosa strembið,“ segir Þorleifur. „Þetta er rosalega erfiður vegur að feta,“ segir Andrea. Í byrjun gekk allt smurt hjá þeim og segir hún að hugsanlega hafi þau verið í einhverjum meðvirknisdansi. „Við vorum öll, við og hinir foreldrarnir í svona já-gír, enginn að setja mörk.“ Samskiptin geta farið illa Hún segir mikilvægt að tala saman strax frá byrjun. „Þegar lengra er liðið förum við að stuða hvort annað og það hefur eins og hann segir, ekki neitt með börnin að gera því þau eru bara kannski í fínum gír.“ Ef hún gæti farið til baka og breytt einhverju, væri það að setjast niður öll saman þessi foreldrahópur og ræða saman um gildi og það sem er best fyrir börnin. „Ef að fólk nær ekki að tala saman þá getur það fari illa og það hefur náttúrulega svolítið gert það hjá okkur bara því miður og við ætlum alveg að vera heiðarleg með það, að einhverju leiti, við eigum líka alveg frábær samskipti við meirihlutann af þessum foreldrum sem er bara dásamlegt og við erum bara innilega þakklát fyrir það.“ Andrea og Þorleifur standa að baki Kviknar foreldrasamfélaginu á Instagram og ræddu við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar tala þau Andrea og Þorleifur meðal annars um það hvernig Kviknar varð til, hvernig þau kynntust, næsta verkefni Kviknar og margt fleira. Klippa: Kviknar - #eyland & kamban Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00 Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00 „Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sjá meira
„Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið sem hún talar um sem lánsmóðir og oft er kallað bónusforeldri. Andrea og kærastinn hennar Þorleifur Kamban eiga tvo syni saman og svo áttu þau bæði börn úr fyrri samböndum svo börnin eru samtals átta talsins. Andrea á barnsfeður og Þorleifur á barnsmæður svo það koma margir aðilar að uppeldi barnanna. Það er því oft á tíðum áskorun að skipuleggja lífið og láta þetta allt ganga upp. Erfiður vegur að feta „Þetta hefur gengið mjög mikið upp og ofan,“ viðurkennir Andrea. „Við höfum alveg verið á barmi þess að sprengja allt í loft upp og labba út frá hvort öðru.“ Hún segir að í byrjun sambandsins hafi þetta gengið vel en svo þegar meiri alvara komst á þeirra samband varð þetta flóknara. „Börnin í sjálfu sér eru kannski minnst flókin í þessu, það er aðallega að samræma foreldra sem að búa ekki saman og hafa í raun enga tengingu nema barnið. Mismunandi viðhorf og gildi fjölskyldna og þetta er bara rosa strembið,“ segir Þorleifur. „Þetta er rosalega erfiður vegur að feta,“ segir Andrea. Í byrjun gekk allt smurt hjá þeim og segir hún að hugsanlega hafi þau verið í einhverjum meðvirknisdansi. „Við vorum öll, við og hinir foreldrarnir í svona já-gír, enginn að setja mörk.“ Samskiptin geta farið illa Hún segir mikilvægt að tala saman strax frá byrjun. „Þegar lengra er liðið förum við að stuða hvort annað og það hefur eins og hann segir, ekki neitt með börnin að gera því þau eru bara kannski í fínum gír.“ Ef hún gæti farið til baka og breytt einhverju, væri það að setjast niður öll saman þessi foreldrahópur og ræða saman um gildi og það sem er best fyrir börnin. „Ef að fólk nær ekki að tala saman þá getur það fari illa og það hefur náttúrulega svolítið gert það hjá okkur bara því miður og við ætlum alveg að vera heiðarleg með það, að einhverju leiti, við eigum líka alveg frábær samskipti við meirihlutann af þessum foreldrum sem er bara dásamlegt og við erum bara innilega þakklát fyrir það.“ Andrea og Þorleifur standa að baki Kviknar foreldrasamfélaginu á Instagram og ræddu við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar tala þau Andrea og Þorleifur meðal annars um það hvernig Kviknar varð til, hvernig þau kynntust, næsta verkefni Kviknar og margt fleira. Klippa: Kviknar - #eyland & kamban Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00 Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00 „Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sjá meira
Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00
Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00
„Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02