Innlent

Þrír í haldi lögreglu vegna líkamsárásar

Telma Tómasson skrifar
Einn hinna handteknu er jafnframt grunaður um brot á sóttkví.
Einn hinna handteknu er jafnframt grunaður um brot á sóttkví. Vísir/Vilhelm

Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir líkamsárás í nótt þar sem eggvopni var beitt. Einn af hinum handteknu er jafnframt grunaður um brot á sóttkví og getur átt von á að vera kærður vegna þess. Tildrög og frekari atburðarrás líkamsárásarinnar er í rannsókn.

Verkefni lögreglu voru að öðru leyti minniháttar, eftir því sem fram kemur í dagbók hennar. Þó var þjófnaður tilkynntur í Hagkaup og ökumaður sviptur ökuréttindum eftir að í ljós kom að bíll sem hann ók væri ótryggður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.