Innlent

Sprengisandur: Ný stjórnarskrá, endurvinnsla og bandarísku kosningarnar

Kjartan Kjartansson skrifar
Björg Thorarensen, prófessor, og Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.
Björg Thorarensen, prófessor, og Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Vísir

Rætt verður um nýja stjórnarskrá, uppbyggingu á flutningsneti fyrir raforku, endurvinnslu á plasti og bandarísku kosningarnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Þátturinn hefst eftir fréttatíma klukkan 10:00.

Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti og Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, ræða stjórnarskrármálið. Nú er búið að afhenda rúmar 43.000 undirskriftir en hvað svo? Af hverju er þetta mál orðið svona súrt eins og það byrjaði fallega?

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, er svo næstur á dagskrá. Landsnet er ekki sátt við margt af því sem Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagði á Sprengisandi fyrir viku, meðal annars um óhóflegar áætlanir um uppbyggingu á flutningsneti sem mætti hæglega bíða þar til skýrðist hver orkuþörfin yrði til framtíðar.

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður á Stundinni, kemur til mín. Hann hefur áður rakið rannsóknir sínar á stöðu Sorpu en nú er það endurvinnsla á plasti sem hann hefur sýnt fram á í langri grein í Stundinni að er langt í frá sú sem við teljum hana vera.

Kosningarnar í USA eru síðastar á dagskrá. Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi Alþingismaður, sem er auðvitað frá Bandaríkjunum og Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur, fjalla um þessar mikilvægustu kosningar síðari tíma.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.