Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2020 11:47 Skipverjarnir fóru í sýnatöku síðastliðinn þriðjudag. Vísir/Hafþór Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp um borð fljótlega eftir að leggja út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að engin kæra hefði enn borist vegna málsins. Verið væri að meta innan lögreglunnar hvort tilefni sé til þess að ráðast í frumkvæðisrannsókn á málinu. Samkvæmt leiðbeiningum fyrir hafnir og skip vegna Covid-19, sem gefnar eru út af embætti landlæknis, ber skiptstjóra að tilkynna til Landhelgisgæslu ef grunur er um Covid-19 sýkingu um borð. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti í samtali við fréttastofu að þetta hefði ekki verið gert. Landhelgisgæslan hafi fengið upplýsingar um að 19 skipverjanna væru smitaðir síðastliðinn mánudag. Þá hafði skipið verið um það bil þrjár vikur á sjó. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG), sem gerir skipið út, hafi hundsað tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnayfirvöldum. Framkvæmdastjóri Gunnvarar og skipstjóri skipsins viðurkenndu síðar að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í sambandi við sóttvarnalækni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki geta fullyrt hvort sóttvarnalög hafi verið brotin. „Ég ætla nú ekkert að fullyrða neitt um það, ég held að menn þurfi bara aðeins að skoða þetta betur. Ég þekki ekki smáatriði þessa máls, eins og ég hef sagt áður,“ segir Þórólfur. Hann segist þá telja að líklega hefði verið heppilegra að fara fyrr í land með skipverjana. „Ég ætla ekkert að tjá mig eða segja neitt hvort þetta hafi verið brot á reglum eða ekki. En allavega hefði þurft að koma þessu fólki fyrr í land en raunin varð.“ Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp um borð fljótlega eftir að leggja út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að engin kæra hefði enn borist vegna málsins. Verið væri að meta innan lögreglunnar hvort tilefni sé til þess að ráðast í frumkvæðisrannsókn á málinu. Samkvæmt leiðbeiningum fyrir hafnir og skip vegna Covid-19, sem gefnar eru út af embætti landlæknis, ber skiptstjóra að tilkynna til Landhelgisgæslu ef grunur er um Covid-19 sýkingu um borð. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti í samtali við fréttastofu að þetta hefði ekki verið gert. Landhelgisgæslan hafi fengið upplýsingar um að 19 skipverjanna væru smitaðir síðastliðinn mánudag. Þá hafði skipið verið um það bil þrjár vikur á sjó. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG), sem gerir skipið út, hafi hundsað tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnayfirvöldum. Framkvæmdastjóri Gunnvarar og skipstjóri skipsins viðurkenndu síðar að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í sambandi við sóttvarnalækni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki geta fullyrt hvort sóttvarnalög hafi verið brotin. „Ég ætla nú ekkert að fullyrða neitt um það, ég held að menn þurfi bara aðeins að skoða þetta betur. Ég þekki ekki smáatriði þessa máls, eins og ég hef sagt áður,“ segir Þórólfur. Hann segist þá telja að líklega hefði verið heppilegra að fara fyrr í land með skipverjana. „Ég ætla ekkert að tjá mig eða segja neitt hvort þetta hafi verið brot á reglum eða ekki. En allavega hefði þurft að koma þessu fólki fyrr í land en raunin varð.“
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33
Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38