Innlent

Rannsaka verkfæraþjófnað

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Töluverðu magni af verkfærum og dokaplötum hefur verið stolið af byggingarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur.
Töluverðu magni af verkfærum og dokaplötum hefur verið stolið af byggingarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm

Þjófnaður á talsverðu magni verkfæra og dokaplatna af byggingasvæðum á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hluti góssins hefur þegar verið seldur.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að bæði nýjum og notuðum dokaplötum, sem notaðar eru við steypuvinnu, hafi verið stolið. Þá sýni upplýsingar sem lögregla hefur undir höndum að hluti munanna sem hefur verið stolið hafi þegar verið seldur. Það hafi verið gert meðal annars á netinu.

Verktakar og byggingaraðilar hafa verið hvattir til að fara yfir og kanna verkstaði sína og tilkynna þjófnað ef einhvers er saknað. Þá eru þeir sem telja sig hafa stolna muni undir höndum einnig hvattir til að hafa samband við lögreglu með því að senda tölvupóst á lögreglu á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×