Helgi og RÚV sýknuð í meiðyrðamáli Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2020 12:43 Helgi Seljan var umsjónarmaður umrædds Kastljósþáttar sem sýndur var í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015. Í þættinum ræddi konan um reynslu sína sem brotaþoli í nálgunarbannsmálum og hvernig lögregla hafi tekið á hennar málum. Lýsti hún hvernig hún lifði í stöðum ótta eftir að hafa sætt ónæði og hótunum frá fyrrverandi maka og hvernig hann hafi brotið nálgunarbann. Kærði fjórum árum eftir sýningu þáttarins Maðurinn kærði Helga og RÚV á síðasta ári, fjórum árum eftir sýningu þáttarins, þar sem hann krafðist þess ómerkingar á tíu ummælum Helga í þættinum. Fór hann jafnframt fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur og að RÚV myndi birta og fjalla um forsendur og niðurstöðu dómsins í fréttatíma RÚV og á heimasíðu sinni, bæði á íslensku og pólsku. Sagði í stefnu að í þættinum hafi Helgi dregið upp „afar [svarta og neikvæða mynd]“ af stefnanda sem byggði nánast eingöngu á einhliða frásögn konunnar. Meðal ummæla Helga sem krafist var að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: „að sögn hennar fór hann fljótlega að beita hana ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, eitt sinn var [konan] svo bólgin og marin í andliti eftir ofbeldi mannsins, að hún var frá vinnu í heila viku og neyddist til að leita til læknis.“ Í stefnunni voru jafnframt tiltekin einhver ummæli lögmanns konunnar. Héraðsdómur ReykjavíkurVísir/Vilhelm Ummælin réttlætanleg Í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að dómurinn telji að sú tjáning sem fólst í þeim ummælum sem tiltekin voru í kæru, falli innan 73. greinar stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu og falli því ekki undir grein almennra hegningarlaga. „Dómurinn telur að ummælin hafi verið réttlætanleg vegna samfélagslegrar skírskotunar þeirra og framlags umfjöllunarefnisins til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Þá verður ekki talið að gengið hafi verið nær einkalífi stefnanda [í skilningi stjórnarskrár], en óhjákvæmilegt var í ljósi umfjöllunarefnisins sem í eðli sínu var viðkvæmt. Verða ummælin ekki talin hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hans og æru […] sem veiti honum rétt til miskabóta úr hendi stefndu.“ Fagleg blaðamennska og vandaður undirbúningur Ennfremur segir að ekki sé unnt að fallast á að Helgi Seljan hafi borið úr ósannar og meiðandi staðhæfingar gegn betri vitund. „Er ekkert komið fram annað en að ummælin hafi verið sett fram í góðri trú, í samræmi við faglega blaðamennsku að loknum vönduðum undirbúningi. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í málinu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015. Í þættinum ræddi konan um reynslu sína sem brotaþoli í nálgunarbannsmálum og hvernig lögregla hafi tekið á hennar málum. Lýsti hún hvernig hún lifði í stöðum ótta eftir að hafa sætt ónæði og hótunum frá fyrrverandi maka og hvernig hann hafi brotið nálgunarbann. Kærði fjórum árum eftir sýningu þáttarins Maðurinn kærði Helga og RÚV á síðasta ári, fjórum árum eftir sýningu þáttarins, þar sem hann krafðist þess ómerkingar á tíu ummælum Helga í þættinum. Fór hann jafnframt fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur og að RÚV myndi birta og fjalla um forsendur og niðurstöðu dómsins í fréttatíma RÚV og á heimasíðu sinni, bæði á íslensku og pólsku. Sagði í stefnu að í þættinum hafi Helgi dregið upp „afar [svarta og neikvæða mynd]“ af stefnanda sem byggði nánast eingöngu á einhliða frásögn konunnar. Meðal ummæla Helga sem krafist var að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: „að sögn hennar fór hann fljótlega að beita hana ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, eitt sinn var [konan] svo bólgin og marin í andliti eftir ofbeldi mannsins, að hún var frá vinnu í heila viku og neyddist til að leita til læknis.“ Í stefnunni voru jafnframt tiltekin einhver ummæli lögmanns konunnar. Héraðsdómur ReykjavíkurVísir/Vilhelm Ummælin réttlætanleg Í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að dómurinn telji að sú tjáning sem fólst í þeim ummælum sem tiltekin voru í kæru, falli innan 73. greinar stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu og falli því ekki undir grein almennra hegningarlaga. „Dómurinn telur að ummælin hafi verið réttlætanleg vegna samfélagslegrar skírskotunar þeirra og framlags umfjöllunarefnisins til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Þá verður ekki talið að gengið hafi verið nær einkalífi stefnanda [í skilningi stjórnarskrár], en óhjákvæmilegt var í ljósi umfjöllunarefnisins sem í eðli sínu var viðkvæmt. Verða ummælin ekki talin hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hans og æru […] sem veiti honum rétt til miskabóta úr hendi stefndu.“ Fagleg blaðamennska og vandaður undirbúningur Ennfremur segir að ekki sé unnt að fallast á að Helgi Seljan hafi borið úr ósannar og meiðandi staðhæfingar gegn betri vitund. „Er ekkert komið fram annað en að ummælin hafi verið sett fram í góðri trú, í samræmi við faglega blaðamennsku að loknum vönduðum undirbúningi. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í málinu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sjá meira