„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 21. október 2020 18:51 Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í dag vegna myndar sem sýnir íslenskan lögreglumann bera umdeilda fána á búningi sínum. Myndin er nokkurra ára gömul en birtist með frétt á vef Mbl í morgun. Lögreglukonan segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki vitað ef neikvæðri merkingu fánanna. Hún noti þá ennþá. Fáni sem öfgahópar flagga Þrír fánar sjást á undirvesti lögreglukonunnar. Efsti fáninn er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. „Með hauskúpumerki sem er með merki The Punisher og lögreglan er ekki Punisher og það eru algjörlega röng skilaboð sem er verið að senda þarna til fólks,“segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir varð algjörlega miður sín þegar hann sá myndina í dag og harmar málið. Það fari gegn gildum lögreglunnar að bera áróður nýnasista á einkennisbúningi sínum. „Við erum að reyna ná til hópa sem þessi merki eru í raun og veru að sýna að við séum að fara á móti undir yfirborðinu. Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögreglan vill senda frá sér.“ Myndin umtalað sem er þó þriggja ára gömul.Eggert Jóhannesson Það hafi tíðkast að lögreglumenn beri merki undir vestinu sínu, til dæmis með blóðflokki sínum eða gamla héraðslögreglumannsnúmerið. „En svo virðist sem að þarna hafi farið inn merki sem eiga ekki heima í nánd við lögregluna.“ Hann hafi fengið sendar myndir af nokkrum fánum í dag. Umdeildar yfir í algjörlega ósmekklegar „Þær eru alveg frá því að vera allt í lagi, í það að vera í besta falli umdeildar, í það að vera algjörlega ósmekklegar,“ segir Ásgeir. Ásgeir Þór segir að sér hafi verið verulega brugðið þegar hann fékk veður af fánunum.Vísir/vilhelm Fyrirmæli hafa verið send til lögregluþjóna að það verði engir fánar eða merki sem tilheyri ekki lögreglubúningnum á fatnaði lögregluþjóna. Ásgeir segir það hafa verið gert um leið og hann hafi séð fréttir af þessu máli. Myndskeiði með fréttinni hefur verið breytt. Í upprunalegu útgáfu hennar sást í almenna lögregluþjóna sem tengjast fréttinni ekki. Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21. október 2020 18:45 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í dag vegna myndar sem sýnir íslenskan lögreglumann bera umdeilda fána á búningi sínum. Myndin er nokkurra ára gömul en birtist með frétt á vef Mbl í morgun. Lögreglukonan segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki vitað ef neikvæðri merkingu fánanna. Hún noti þá ennþá. Fáni sem öfgahópar flagga Þrír fánar sjást á undirvesti lögreglukonunnar. Efsti fáninn er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. „Með hauskúpumerki sem er með merki The Punisher og lögreglan er ekki Punisher og það eru algjörlega röng skilaboð sem er verið að senda þarna til fólks,“segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir varð algjörlega miður sín þegar hann sá myndina í dag og harmar málið. Það fari gegn gildum lögreglunnar að bera áróður nýnasista á einkennisbúningi sínum. „Við erum að reyna ná til hópa sem þessi merki eru í raun og veru að sýna að við séum að fara á móti undir yfirborðinu. Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögreglan vill senda frá sér.“ Myndin umtalað sem er þó þriggja ára gömul.Eggert Jóhannesson Það hafi tíðkast að lögreglumenn beri merki undir vestinu sínu, til dæmis með blóðflokki sínum eða gamla héraðslögreglumannsnúmerið. „En svo virðist sem að þarna hafi farið inn merki sem eiga ekki heima í nánd við lögregluna.“ Hann hafi fengið sendar myndir af nokkrum fánum í dag. Umdeildar yfir í algjörlega ósmekklegar „Þær eru alveg frá því að vera allt í lagi, í það að vera í besta falli umdeildar, í það að vera algjörlega ósmekklegar,“ segir Ásgeir. Ásgeir Þór segir að sér hafi verið verulega brugðið þegar hann fékk veður af fánunum.Vísir/vilhelm Fyrirmæli hafa verið send til lögregluþjóna að það verði engir fánar eða merki sem tilheyri ekki lögreglubúningnum á fatnaði lögregluþjóna. Ásgeir segir það hafa verið gert um leið og hann hafi séð fréttir af þessu máli. Myndskeiði með fréttinni hefur verið breytt. Í upprunalegu útgáfu hennar sást í almenna lögregluþjóna sem tengjast fréttinni ekki.
Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21. október 2020 18:45 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21. október 2020 18:45
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30
Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41