Innlent

Vegstikur víkja fyrir LED-lýsingu í Hval­fjarðar­göngum

Atli Ísleifsson skrifar
Vegurinn í göngunum líkist nú einna helst flugbraut eftir tilkomu LED-ljósanna.
Vegurinn í göngunum líkist nú einna helst flugbraut eftir tilkomu LED-ljósanna. Vegagerðin

Vegstikurnar í Hvalfjarðargöngum verða brátt teknar niður en framkvæmdum við uppsetningu á kantlýsingu er nú lokið.

Vegagerðin segir frá því að kantljós séu tákn nýrra tíma og sé nú að finna í flestum nýjum jarðgöngum.

LED-ljósin eru með 25 metra bili í göngunum en í tilkynningunni segir að með tilkomu ljósanna sparist bæði tími og fyrirhöfn við að þrífa vegstikurnar. Stikunarnar hafa verið þrifnar mánaðarlega með sérstökum vélum.

„Ljósin bæta einnig öryggi og gagnast líka sem rýmingarlýsing ef reykur kemur í göngin. Hvalfjarðargöngin verða þvegin aðfaranótt föstudagsins 23. október og mun þeirri vinnu ljúka fyrir klukkan 7 um morguninn. Vegstikur verða teknar niður að loknum þvottinum,“ segir í tilkynningunni.

Að neðan má sjá myndband Vegagerðarinnar, en athygli er vakin á því að LED-ljósin muni ekki blikka undir venjulegum kringumstæðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×