Forseti ASÍ segir öfl í samfélaginu vilja svipta launafólk réttindum Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2020 12:28 Forseti ASÍ segir marga vilja nýta ferðina þegar kreppir að til að hafa réttindi af launafólki. Mynd/aðsend Forseti Alþýðusambandsins segir öfl í samfélaginu sem vilji losna við lágmarksvernd launafólks. Núverandi kreppa megi ekki verða til að auka ójöfnuð. Lausnin væri ekki niðurskurður í velferðarkerfinu eða stórfelldar kjaraskerðingar heldur að sækja fram og skapa störf. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins fór yfir það sem hefði áunnist með síðustu kjarasamningum í setningarræðu sinni á þingi ASÍ í morgun. Til að mynda með lækkun vaxta, lækkun skatta, hærri launum og hærri barnabótum. Mikið verk væri þó óunnið. Í kreppunni vegna faraldursins hefði atvinnuleysi stóraukist og nú væru um 20 þúsund manns án atvinnu. „Á krepputímum eru teknar ákvarðanir sem móta framtíðina og það er okkar að sækja fram fyrir hönd almennings í landinu og tryggja að slíkar ákvarðanir séu í þágu okkar allra,“ sagði Drífa. Það hafi ekki farið fram hjá neinum að atvinnurekendur hafi þrýst á um launalækkanir eða kjaraskerðingar með vísan til ástandsins. „Þetta eru oft sömu raddirnar og segja okkur að við séum öll á sama báti. Við erum það ekki og höfum aldrei verið. Fólk sem vinnur á strípuðum töxtum eða hefur misst lífsviðurværið er ekki á sama báti og fjármálaráðherra eða forstjórar. Bara engan veginn,“ sagði forseti ASÍ. Í landinu væru beinlínis öfl sem vildu losna við lágmarksvernd launafólks. Sem teldu atvinnuleysistryggingar ýta undir leti og að fólki væri fullur sómi sýndur með innan við 300 þúsund krónur til mánaðalegrar framfærslu. „Við vinnum okkur ekki út úr þessari kreppu með niðurskurði í velferðarkerfunum okkar eða stórfelldum kjaraskerðingum. Við vinnum okkur út úr þessu með því að sækja fram, verja kjörin og verja velferðina,“ sagði Drífa Snædal. Vinnumarkaður Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Stéttarfélagið Efling hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ 13. október 2020 19:52 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. 24. september 2020 13:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir öfl í samfélaginu sem vilji losna við lágmarksvernd launafólks. Núverandi kreppa megi ekki verða til að auka ójöfnuð. Lausnin væri ekki niðurskurður í velferðarkerfinu eða stórfelldar kjaraskerðingar heldur að sækja fram og skapa störf. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins fór yfir það sem hefði áunnist með síðustu kjarasamningum í setningarræðu sinni á þingi ASÍ í morgun. Til að mynda með lækkun vaxta, lækkun skatta, hærri launum og hærri barnabótum. Mikið verk væri þó óunnið. Í kreppunni vegna faraldursins hefði atvinnuleysi stóraukist og nú væru um 20 þúsund manns án atvinnu. „Á krepputímum eru teknar ákvarðanir sem móta framtíðina og það er okkar að sækja fram fyrir hönd almennings í landinu og tryggja að slíkar ákvarðanir séu í þágu okkar allra,“ sagði Drífa. Það hafi ekki farið fram hjá neinum að atvinnurekendur hafi þrýst á um launalækkanir eða kjaraskerðingar með vísan til ástandsins. „Þetta eru oft sömu raddirnar og segja okkur að við séum öll á sama báti. Við erum það ekki og höfum aldrei verið. Fólk sem vinnur á strípuðum töxtum eða hefur misst lífsviðurværið er ekki á sama báti og fjármálaráðherra eða forstjórar. Bara engan veginn,“ sagði forseti ASÍ. Í landinu væru beinlínis öfl sem vildu losna við lágmarksvernd launafólks. Sem teldu atvinnuleysistryggingar ýta undir leti og að fólki væri fullur sómi sýndur með innan við 300 þúsund krónur til mánaðalegrar framfærslu. „Við vinnum okkur ekki út úr þessari kreppu með niðurskurði í velferðarkerfunum okkar eða stórfelldum kjaraskerðingum. Við vinnum okkur út úr þessu með því að sækja fram, verja kjörin og verja velferðina,“ sagði Drífa Snædal.
Vinnumarkaður Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Stéttarfélagið Efling hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ 13. október 2020 19:52 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. 24. september 2020 13:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Stéttarfélagið Efling hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ 13. október 2020 19:52
Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15
Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. 24. september 2020 13:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels