Hafnfirðingar leita að hundinum Mola: 150 þúsund króna fundarlaun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2020 11:32 Fjölskylduhundurinn Moli slapp út af pallinum við heimili sitt á mánudag. Hann varð hræddur og hljóp í burtu. Eigendurnir hafa leitað dag og nótt og bjóða 150.000 króna fundarlaun. Myndir úr einkasafni Margir Hafnfirðingar hafa síðan á mánudag tekið þátt í leit að ljósbrúna Chihuahua hundinum Mola, sem hefur verið týndur í tvo sólarhringa. Eigendurnir auglýsa 150.000 króna fundarlaun ef einhver finnur Mola á lífi. „Moli er fjögurra ára og kom til okkar fyrir hálfu ári síðan. Við fengum hann frá vinkonu minni, þar sem dýrahald er ekki leyft í húsnæðinu sem hún leigir,“ segir Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir eigandi Mola í samtali við Vísi. Hún segir að fjölskyldunni líði alveg ömurlega og hafa þau leitað á stóru svæði síðustu daga. „Moli er yndislegur í alla staði. Barngóður kúrari með einstakt geðslag og við söknum hans mikið. Hann fór út af pallinum hérna heima, varð hræddur og hljóp af stað. Þetta gerðist á mánudaginn 19. október klukkan 12.30.“ Sást við World Class, Reykjanesbrautina og á Holtinu Fjölskyldan býr í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur Moli sést nokkrum sinnum eftir að hann hvarf, en þó við Reykjanesbrautina og í næsta hverfi. „Fyrst sást hann hjá Worldclass á Völlunum í Hafnarfirði, þar sem hann hljóp upp á Reykjanesbrautina. Það næsta sem við heyrum er að hann er kominn hinu megin við brautina, Straumsvíkur megin, neðarlega í Holtinu og svo sást hann á Holtinu tvisvar sinnum eftir það. Fyrst við bátaskúrana og svo við Hvaleyrarskóla en þetta var allt á mánudaginn svo hann gæti allt eins verið hvar sem er núna. Eftir þetta höfum við ekki fengið neinar staðfestar upplýsingar.“ Þorgerður segir að þau hafi leitað 10 til 15 saman um allan Hafnarfjörð síðan Moli týndist, dag og nótt. „Við höfum við verið að leita stanslaust auk fjölda fólks og hunda, sem hafa boðið fram aðstoð sína við leitina.“ Betra að hringja en að reyna að ná honum Þau settu inn auglýsinga í hverfishópana í Hafnarfirði sem og Hundasamfélagið á Facebook og hafa fengið þar mikla hjálp við leitina. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og allir boðnir og búnir til þess að bjóða fram aðstoð sína. Við erum virkilega þakklát fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið.“ Þorgerður segir að Moli sé yfirleitt feiminn og var um sig við ókunnuga svo hann gæti hugsanlega orðið hræddur ef ókunnugir nálgast hann. „Það er líklegt að hann svari nafninu sínu og vonum við að hann geri það. Best væri að hringja í okkur ef sést til hans og við komum strax.“ Ef einhver verður var við Mola er hægt að hringja í Þorgerði í síma 865-3965 eða Kristínu í síma 846-8244. „Við teljum að best sé að hringja beint í okkur en ekki að reyna ná honum sjálf. Það eru 150.000 kr. fundarlaun í boði fyrir þann sem getur hjálpað okkur að finna Mola.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Margir Hafnfirðingar hafa síðan á mánudag tekið þátt í leit að ljósbrúna Chihuahua hundinum Mola, sem hefur verið týndur í tvo sólarhringa. Eigendurnir auglýsa 150.000 króna fundarlaun ef einhver finnur Mola á lífi. „Moli er fjögurra ára og kom til okkar fyrir hálfu ári síðan. Við fengum hann frá vinkonu minni, þar sem dýrahald er ekki leyft í húsnæðinu sem hún leigir,“ segir Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir eigandi Mola í samtali við Vísi. Hún segir að fjölskyldunni líði alveg ömurlega og hafa þau leitað á stóru svæði síðustu daga. „Moli er yndislegur í alla staði. Barngóður kúrari með einstakt geðslag og við söknum hans mikið. Hann fór út af pallinum hérna heima, varð hræddur og hljóp af stað. Þetta gerðist á mánudaginn 19. október klukkan 12.30.“ Sást við World Class, Reykjanesbrautina og á Holtinu Fjölskyldan býr í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur Moli sést nokkrum sinnum eftir að hann hvarf, en þó við Reykjanesbrautina og í næsta hverfi. „Fyrst sást hann hjá Worldclass á Völlunum í Hafnarfirði, þar sem hann hljóp upp á Reykjanesbrautina. Það næsta sem við heyrum er að hann er kominn hinu megin við brautina, Straumsvíkur megin, neðarlega í Holtinu og svo sást hann á Holtinu tvisvar sinnum eftir það. Fyrst við bátaskúrana og svo við Hvaleyrarskóla en þetta var allt á mánudaginn svo hann gæti allt eins verið hvar sem er núna. Eftir þetta höfum við ekki fengið neinar staðfestar upplýsingar.“ Þorgerður segir að þau hafi leitað 10 til 15 saman um allan Hafnarfjörð síðan Moli týndist, dag og nótt. „Við höfum við verið að leita stanslaust auk fjölda fólks og hunda, sem hafa boðið fram aðstoð sína við leitina.“ Betra að hringja en að reyna að ná honum Þau settu inn auglýsinga í hverfishópana í Hafnarfirði sem og Hundasamfélagið á Facebook og hafa fengið þar mikla hjálp við leitina. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og allir boðnir og búnir til þess að bjóða fram aðstoð sína. Við erum virkilega þakklát fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið.“ Þorgerður segir að Moli sé yfirleitt feiminn og var um sig við ókunnuga svo hann gæti hugsanlega orðið hræddur ef ókunnugir nálgast hann. „Það er líklegt að hann svari nafninu sínu og vonum við að hann geri það. Best væri að hringja í okkur ef sést til hans og við komum strax.“ Ef einhver verður var við Mola er hægt að hringja í Þorgerði í síma 865-3965 eða Kristínu í síma 846-8244. „Við teljum að best sé að hringja beint í okkur en ekki að reyna ná honum sjálf. Það eru 150.000 kr. fundarlaun í boði fyrir þann sem getur hjálpað okkur að finna Mola.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira