Nýjasta Star Trek serían hefst á brotlendingu á Hverfjalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 13:30 Sonequa Martin-Green leikur aðalhlutverkið í þáttunum. CBS/Lilja Jónsdóttir Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna. Fyrsti þáttur þriðju þáttaraðar var gefinn út á dögunum og er íslenskt landslag í bakgrunni nær allan þáttinn. Framleiðandinn segir að stjórendur þáttarins hafi viljað tökustaði sem litu mjög öðruvísi út Ísland er þó ekki Ísland í þættinum heldur leikur landið hlutverk plánetunnar Hima, og það í framtíðinni eða árið 3188 nánar tiltekið. Þátturinn hefst á því að aðalsöguhetjan brotlendir í hlíðum Hverfjalls í Mývatnssveit. Þátturinn hefur greinilega verið tekinn upp víða hér á landi en á meðal þess sem sjá má er Goðafoss, Kleifarvatn og Bláa lónið. Tökur fóru fram hér á landi á síðasta ári en alls fengu framleiðendur myndarinnar 54 milljónir í endugreiðslu frá ríkinu vegna verkefnisins. „Við stukkum fram í framtíðina þannig að við þurfum einhvern stað sem liti mjög öðruvísi út,“ segir Alex Kurtzmann, aðalframleiðandi þáttanna. Segist hann lengi hafa viljað taka upp á Íslandi og eftir að hafa skoðað marga möguleika á því hvar mögulegt væri að taka upp þennan hluta þriðju þáttaraðarinnar, hafi Ísland orðið fyrir valinu. „Þetta var stórkostlegt,“ segir Michelle Paradise, stjórnandi þáttanna. „Landslagið er alveg einstakt og þetta er eins og að ganga um á annari plánetu.“ Sjá má upphafsatriði þáttarins hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Bláa lónið Þingeyjarsveit Grindavík Skútustaðahreppur Tengdar fréttir „Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26 Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna. Fyrsti þáttur þriðju þáttaraðar var gefinn út á dögunum og er íslenskt landslag í bakgrunni nær allan þáttinn. Framleiðandinn segir að stjórendur þáttarins hafi viljað tökustaði sem litu mjög öðruvísi út Ísland er þó ekki Ísland í þættinum heldur leikur landið hlutverk plánetunnar Hima, og það í framtíðinni eða árið 3188 nánar tiltekið. Þátturinn hefst á því að aðalsöguhetjan brotlendir í hlíðum Hverfjalls í Mývatnssveit. Þátturinn hefur greinilega verið tekinn upp víða hér á landi en á meðal þess sem sjá má er Goðafoss, Kleifarvatn og Bláa lónið. Tökur fóru fram hér á landi á síðasta ári en alls fengu framleiðendur myndarinnar 54 milljónir í endugreiðslu frá ríkinu vegna verkefnisins. „Við stukkum fram í framtíðina þannig að við þurfum einhvern stað sem liti mjög öðruvísi út,“ segir Alex Kurtzmann, aðalframleiðandi þáttanna. Segist hann lengi hafa viljað taka upp á Íslandi og eftir að hafa skoðað marga möguleika á því hvar mögulegt væri að taka upp þennan hluta þriðju þáttaraðarinnar, hafi Ísland orðið fyrir valinu. „Þetta var stórkostlegt,“ segir Michelle Paradise, stjórnandi þáttanna. „Landslagið er alveg einstakt og þetta er eins og að ganga um á annari plánetu.“ Sjá má upphafsatriði þáttarins hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Bláa lónið Þingeyjarsveit Grindavík Skútustaðahreppur Tengdar fréttir „Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26 Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26