„Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2020 21:26 Nokkrar af myndunum sem Jón Viðar tók. Á myndinni í miðjunni má sjá Sonequa Martin-Green, aðalleikkonu Star Trek Discovery. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Bardagaþjálfarinn Jón Viðar Arnþórsson kemur fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. Það gæti þó verið erfitt að greina hann frá öðrum leikurum sökum búninga þáttanna. Það kom í hlut Jóns Viðars var að velja svokallaðan „STUNT“ hóp fyrir þættina en hlutverk hópsins er að sinna áhættuleik og slást við aðalleikara þáttanna. „Þetta snýst allt um að útfæra slagsmálaatriði á eins öruggan hátt og mögulegt er. Svona vinna felst í áhættuleik og þurfum við því að slást, detta niður stiga eða falla af húsþaki,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson. Í hópnum eru meðal annars bardagakapparnir Gunnar Nelson og Hrólfur Ólafsson. Þættirnir Star Trek Discovery eru þeir fimmtu vinsælustu á Netflix á Íslandi. Þátturinn sem Jón Viðar og félagar léku í kom út í síðustu viku og er þátturinn í þriðju og nýjustu seríu þáttanna. „Um er að ræða nýja þætti á streymisveitunni Netflix í anda gömlu Star Trek þáttanna. Þetta er ný sería sem framleidd er af Netflix þar sem fólk ferðast milli heima og geima. Þættirnir eru unnir í samstarfi við RVK studios,“ sagði Jón Viðar. Hann segir engan hafa slasast við gerð þáttanna enda voru slagsmálin þar ekki af hættulegustu gerð. Aðspurður hvað sé það hættulegasta sem geti gerst við áhættuleik segir hann slys í aðstæðum á borð við það að þurfa að rúlla niður fjall, lenda í árekstri eða detta niður stiga. Jón Viðar við gerð þáttanna.JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Svipað og dans Undirbúningur fyrir áhættuleik felst fyrst og fremst í því að semja bardagaatriðið. „Svo þarf að æfa senuna aftur og aftur. Bæði árásirnar og viðbrögðin sem eru jafn mikilvæg. Ákveða þarf hvernig sjónarhorn á að notast við svo að fólk fatti ekki fjarlægðina á milli höggs og andlits. Þetta er kannski svipað og dans. Maður þarf að æfa sporin aftur og aftur,“ sagði Jón Viðar. Í 15 ár hefur Jón Viðar unnið við það að sjá um og útfæra slagsmálaatriði fyrir bíómyndir og þætti. Þetta verkefni er því eitt af mörgum en Jón Viðar sér einnig um að þjálfa leikara fyrir slagsmálasenur. „Oft þurfum við að slást við aðalleikarana. Það er kannski það flóknasta. Þá þarf maður að passa sig vel því þeir mega alls ekki slasast,“ sagði Jón Viðar. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Sjá meira
Bardagaþjálfarinn Jón Viðar Arnþórsson kemur fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. Það gæti þó verið erfitt að greina hann frá öðrum leikurum sökum búninga þáttanna. Það kom í hlut Jóns Viðars var að velja svokallaðan „STUNT“ hóp fyrir þættina en hlutverk hópsins er að sinna áhættuleik og slást við aðalleikara þáttanna. „Þetta snýst allt um að útfæra slagsmálaatriði á eins öruggan hátt og mögulegt er. Svona vinna felst í áhættuleik og þurfum við því að slást, detta niður stiga eða falla af húsþaki,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson. Í hópnum eru meðal annars bardagakapparnir Gunnar Nelson og Hrólfur Ólafsson. Þættirnir Star Trek Discovery eru þeir fimmtu vinsælustu á Netflix á Íslandi. Þátturinn sem Jón Viðar og félagar léku í kom út í síðustu viku og er þátturinn í þriðju og nýjustu seríu þáttanna. „Um er að ræða nýja þætti á streymisveitunni Netflix í anda gömlu Star Trek þáttanna. Þetta er ný sería sem framleidd er af Netflix þar sem fólk ferðast milli heima og geima. Þættirnir eru unnir í samstarfi við RVK studios,“ sagði Jón Viðar. Hann segir engan hafa slasast við gerð þáttanna enda voru slagsmálin þar ekki af hættulegustu gerð. Aðspurður hvað sé það hættulegasta sem geti gerst við áhættuleik segir hann slys í aðstæðum á borð við það að þurfa að rúlla niður fjall, lenda í árekstri eða detta niður stiga. Jón Viðar við gerð þáttanna.JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Svipað og dans Undirbúningur fyrir áhættuleik felst fyrst og fremst í því að semja bardagaatriðið. „Svo þarf að æfa senuna aftur og aftur. Bæði árásirnar og viðbrögðin sem eru jafn mikilvæg. Ákveða þarf hvernig sjónarhorn á að notast við svo að fólk fatti ekki fjarlægðina á milli höggs og andlits. Þetta er kannski svipað og dans. Maður þarf að æfa sporin aftur og aftur,“ sagði Jón Viðar. Í 15 ár hefur Jón Viðar unnið við það að sjá um og útfæra slagsmálaatriði fyrir bíómyndir og þætti. Þetta verkefni er því eitt af mörgum en Jón Viðar sér einnig um að þjálfa leikara fyrir slagsmálasenur. „Oft þurfum við að slást við aðalleikarana. Það er kannski það flóknasta. Þá þarf maður að passa sig vel því þeir mega alls ekki slasast,“ sagði Jón Viðar. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON
Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Sjá meira