Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2020 22:30 F-15 Eagle herþota með logandi afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. U.S. Air Force/Mikayla Whiteley. Kvartanir íbúa á Akureyri vegna hávaða frá bandarískum F-15 Eagle orustuþotum í aðflugsæfingum yfir Akureyrarflugvelli í síðustu viku hafa vakið spurningar um hvaða takmarkanir hafa verið settar á notkun afturbrennara á þotunum, sem eru helsti hávaðavaldurinn, og hvort þær nái einnig til Keflavíkurflugvallar. „Almennu tilmælin eru þau að afturbrennarar séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þoturnar eru í loftinu, hvar sem er á landinu,“ svarar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Aftur á móti er heimilt að nota þá í flugtaki enda þurfa vélarnar gjarnan á þeim að halda við slíkar aðstæður. Þá eru þeir notaðir fyrstu metrana og oft á tíðum er slökkt á þeim vel áður en brautarenda er náð,“ segir Ásgeir. Hér má sjá og heyra þoturnar nota afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku í myndbandi frá Bandaríkjaher: Áður en flugsveitin kom til landsins hafði verið tilkynnt að auk hefðbundinnar loftrýmisgæslu væri gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum til 16.október ef veður leyfði. En geta Héraðsbúar átt von á þotunum úr þessu? „Ólíklegt er að æfingar fari fram við Egilsstaði en ekki útilokað,“ svarar Ásgeir. Afturbrennarar á þessum herþotum stórauka afl hreyflanna og gefa þeim færi á að komast á meira en tvöfaldan hljóðhraða. Þannig nær F-15 þotan 3.000 kílómetra hraða eða Mach 2,5. Með afturbrennaranum nær þotan einnig óvenju öflugu klifri, eða 50 þúsundum fetum á mínútu, sem jafnast á við eldflaugar. Hljóðdrunurnar sem heyrðust frá þotunum í klifrinu yfir Eyjafirði í síðustu viku minntu raunar á drunurnar sem heyrast á Canaveral-höfða þegar geimflaugum er skotið þaðan út í geim, eins og heyra má á þessu myndbandi: NATO Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Eyjafjarðarsveit Varnarmál Tengdar fréttir Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32 Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Kvartanir íbúa á Akureyri vegna hávaða frá bandarískum F-15 Eagle orustuþotum í aðflugsæfingum yfir Akureyrarflugvelli í síðustu viku hafa vakið spurningar um hvaða takmarkanir hafa verið settar á notkun afturbrennara á þotunum, sem eru helsti hávaðavaldurinn, og hvort þær nái einnig til Keflavíkurflugvallar. „Almennu tilmælin eru þau að afturbrennarar séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þoturnar eru í loftinu, hvar sem er á landinu,“ svarar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Aftur á móti er heimilt að nota þá í flugtaki enda þurfa vélarnar gjarnan á þeim að halda við slíkar aðstæður. Þá eru þeir notaðir fyrstu metrana og oft á tíðum er slökkt á þeim vel áður en brautarenda er náð,“ segir Ásgeir. Hér má sjá og heyra þoturnar nota afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku í myndbandi frá Bandaríkjaher: Áður en flugsveitin kom til landsins hafði verið tilkynnt að auk hefðbundinnar loftrýmisgæslu væri gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum til 16.október ef veður leyfði. En geta Héraðsbúar átt von á þotunum úr þessu? „Ólíklegt er að æfingar fari fram við Egilsstaði en ekki útilokað,“ svarar Ásgeir. Afturbrennarar á þessum herþotum stórauka afl hreyflanna og gefa þeim færi á að komast á meira en tvöfaldan hljóðhraða. Þannig nær F-15 þotan 3.000 kílómetra hraða eða Mach 2,5. Með afturbrennaranum nær þotan einnig óvenju öflugu klifri, eða 50 þúsundum fetum á mínútu, sem jafnast á við eldflaugar. Hljóðdrunurnar sem heyrðust frá þotunum í klifrinu yfir Eyjafirði í síðustu viku minntu raunar á drunurnar sem heyrast á Canaveral-höfða þegar geimflaugum er skotið þaðan út í geim, eins og heyra má á þessu myndbandi:
NATO Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Eyjafjarðarsveit Varnarmál Tengdar fréttir Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32 Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32
Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26
Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent