Handtekinn fyrir að hafa hrópað að ungmennum og berað sig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2020 12:24 Ekki hefur fengist staðfest hvar nákvæmlega maðurinn hélt sig annað en að hann hafi verið á reiðhjóli í Laugardalnum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Að minnsta kosti tvívegis hefur lögregla þurft að handtaka ölvaðan karlmann á fertugsaldri í Laugardalnum sem ýmist hefur hrópað að krökkum að leik eða berað sig fyrir þeim. Umræddur maður hefur ítrekað snúið til baka, síðast á laugardag. Í gærkvöldi sendi Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar, foreldrum barna sem æfa hjá félaginu tölvupóst þar sem hann greinir frá málinu. Umræddur karlmaður sé iðulega á reiðhjóli og í kringum fertugt. Hann hafi haldið til í Laugardalnum, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna sem var á leið að eða frá íþróttasvæði félagsins. „Við getum svo sem lítið gert annað en að vera með varann á okkur. Nú er þetta náttúrulega þannig að það er í rauninni æfingabann; skipulagðar æfingar eru ekki heimilaðar ennþá. Krakkarnir eru þannig ekki mikið hér með þjálfurum sínum, þeir koma bara og eru að leika sér hérna á svæðinu.“ Lítið úrræði séu í boði og því hefur maðurinn verið látinn laus að lokinni handtöku og skýrslutöku. Þórir segir að maðurinn hafi snúið til aftur í Laugardalinn og að sagan hafi endurtekið sig. Maðurinn var handtekinn síðast á laugardag. Þórir hefur látið félagsmálayfirvöld vita en ekki fengið nein svör enn sem komið er. Í millitíðinni biður hann foreldra og börn að vera meðvituð um málið. „Ég vil aðallega að þau séu upplýst um þetta. Þau hafi varann á sér. Ég hef send foreldrum og forráðamönnum tölupóst um málið. Ég beini því til krakkanna að aðgengi að vellinum er við félagsheimilið þar sem við getum betur fylgst með. Það er búið að loka vellinum annars staðar þannig að það er bara einn inngangur á hann núna,“ sagði Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Sjá meira
Að minnsta kosti tvívegis hefur lögregla þurft að handtaka ölvaðan karlmann á fertugsaldri í Laugardalnum sem ýmist hefur hrópað að krökkum að leik eða berað sig fyrir þeim. Umræddur maður hefur ítrekað snúið til baka, síðast á laugardag. Í gærkvöldi sendi Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar, foreldrum barna sem æfa hjá félaginu tölvupóst þar sem hann greinir frá málinu. Umræddur karlmaður sé iðulega á reiðhjóli og í kringum fertugt. Hann hafi haldið til í Laugardalnum, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna sem var á leið að eða frá íþróttasvæði félagsins. „Við getum svo sem lítið gert annað en að vera með varann á okkur. Nú er þetta náttúrulega þannig að það er í rauninni æfingabann; skipulagðar æfingar eru ekki heimilaðar ennþá. Krakkarnir eru þannig ekki mikið hér með þjálfurum sínum, þeir koma bara og eru að leika sér hérna á svæðinu.“ Lítið úrræði séu í boði og því hefur maðurinn verið látinn laus að lokinni handtöku og skýrslutöku. Þórir segir að maðurinn hafi snúið til aftur í Laugardalinn og að sagan hafi endurtekið sig. Maðurinn var handtekinn síðast á laugardag. Þórir hefur látið félagsmálayfirvöld vita en ekki fengið nein svör enn sem komið er. Í millitíðinni biður hann foreldra og börn að vera meðvituð um málið. „Ég vil aðallega að þau séu upplýst um þetta. Þau hafi varann á sér. Ég hef send foreldrum og forráðamönnum tölupóst um málið. Ég beini því til krakkanna að aðgengi að vellinum er við félagsheimilið þar sem við getum betur fylgst með. Það er búið að loka vellinum annars staðar þannig að það er bara einn inngangur á hann núna,“ sagði Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Sjá meira