Innlent

Vélar­vana skip með þrjá um borð rekur í átt að landi í Djúpinu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Ísafirði. Fréttin er úr safni.
Frá Ísafirði. Fréttin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Björgunarskipið Gísli Jóns á Ísafirði var kallað út klukkan hálf ellefu vegna vélarvana skips innarlega í Djúpinu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar segir að skipið sem var á veiðum hafi orðið vélarvana og reki nú hægt að landi með þrjá menn um borð. 

„Björgunarskipið Gísli Jóns fór úr höfn á Ísafirði um 10 mínútum eftir að útkall barst og er á leiðinni til aðstoðar skipinu.“

Uppfært kl 11:53: Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er báturinn Gísli Jóns kominn með bátinn í tog og er áætlað að um tvo tíma muni taka að draga hann til hafnar á Ísafirði. Vélarvana báturinn á að hafa rekið að landi í Ísafirði, innst í Ísafjarðardjúpi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×