Innlent

Lést í eldsvoðanum í Borgarfirði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út vegna eldsvoðans.
Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út vegna eldsvoðans.

Kona lést í eldsvoða í íbúðarhúsi í uppsveitum Borgarfjarðar í gær. Við komu slökkviliðs og lögreglu á vettvang var íbúðarhúsið alelda.

Allt tiltækt lið Slökkviliðs Borgarfjarðar var kallað út vegna eldsvoðans í gær en tilkynning um mikinn eld í íbúðarhúsi sveitabæjar í Hálsasveit í Borgarfirði barst skömmu fyrir klukkan sex í gærkvöldi.

Aðstæður til slökkvistarfs voru erfiðar en slökkvilið náði tökum á eldinum um þremur tímum eftir komu á vettvang. Húsið er gjörónýtt, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.

Slökkvistarfi lauk um kl. 23 í gærkvöldi en að því komu slökkvilið frá öllum starfsstöðvum slökkviliðs Borgarfjarðar auk þess sem aðstoð barst frá slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Ein manneskja var í húsinu þegar eldurinn kom upp og lést hún í brunanum. Ekki er vitað um eldsupptök og er rannsókn á frumstigi. Lögreglan á Vesturlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, rannsakar eldsupptök.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×