„Okkur finnst þetta vera móðgun við vilja þjóðarinnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 20:02 Helga Baldvins Bjargardóttir var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Vísir/Einar Árnason Rúmlega 40 þúsund manns, sem er yfir 10% þjóðarinnar, hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að afgreiða breytingar á stjórnarskránni en til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar í vikunni. Helga Baldvins Bjargardóttir, sem er ein þeirra sem staðið hefur að undirskriftasöfnuninni, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Við erum að skora á Alþingi að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar og það er mjög táknrænt að afhenda undirskriftalistann á þriðjudaginn þegar það er átta ára afmæli þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Helga en undirskriftasöfnuninni líkur á morgun. „Okkur finnst þetta vera móðgun við vilja þjóðarinnar,“ segir Helga. Hún segir áskorunina kveða á um að Alþingi afgreiði tillögur um heildstæðar breytingar á stjórnarskránni í takt við þær sem lagt hafi verið upp með í tillögum stjórnlagaráðs sem greidd voru atkvæði um í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, frekar en að farin verði sú leið sem nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum um breytingar í nokkrum áföngum. „Þetta er erfið staða sem uppi er á þingi, það er mikil andstaða og það eru sterk hagsmunaöfl sem standa í vegi fyrir þessum samfélagssáttmála eins og þjóðin skrifaði hann. Þannig í það minnsta væri hægt að samþykkja breytingar á því hvernig við breytum stjórnarskránni til samræmis við nýju stjórnarskrána,“ segir Helga. Vísar hún þar til breytinga sem myndu fela í sér að aðeins þurfi eitt þing að samþykkja stjórnarskrárbreytingar sem síðan þyrfti að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðspurð segist hún skilja ótta þeirra sem ekki séu reiðubúnir til að taka upp nýja stjórnarskrá í heilu lagi eins og hún leggur sig. „Það er rosaleg íhaldssemi. Lögfræðin sem fræðigrein er bara íhaldsöm í sjálfu sér þannig ég skil þetta fullkomlega. En við höfum alveg fordæmi þess að fólk hafi sett sér eigin stjórnarskrá og skrifað samfélagssáttmála frá upphafi. Og það var alltaf ætlunin, alveg frá 1944. Í hruninu hafi fólk vaknað til vitundar að mati Helgu. „Við erum að byggja á einhverjum kolröngum gildum og það sem að mér finnst fallegast og dýrmætast við þessa nýju stjórnarskrá eru þessi grunngildi sem að hún byggir á. Þetta eru heildarhagsmunir,“ segir Helga. Þáttarstjórnandi benti á að stjórnarskráin væri eins konar grundvallarplagg sem hafi í gegnum tíðina þegar verið breytt nokkrum sinnum, meðal annars hafi verið gerðar breytingar á mannréttindakafla, og spurði Helgu hvað hún teldi vanta uppá. Helga nefndi sem dæmi að enn mætti gera betur hvað varðar mannréttinda- og jafnréttiskafla, til að mynda vanti fötlun inn í upptalningu í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þáttarstjórnandi sótti hart að Helgu um að svara því hvers vegna hún teldi ekki duga til að gera úrbætur á almennum lögum, til dæmis hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, í stað þess að bæta orði í upptalningu stjórnarskrárinnar. Þótt mannréttindakafli stjórnarskrárinnar nú innihaldi ekki tæmandi lista yfir alla þá hópa sem hún eigi að verja, eigi hún engu að síðurað ná yfir allt fólk. „Það er verkefni löggjafans og við eigum mikið verk eftir óunnið og það er held ég okkur oft bara til trafala að við séum svona framarlega í jafnrétti að við erum ekki nógu dugleg að endurskoða og líta í eigin barm með hvað það er mikill vegur óunnið fyrir alls konar jaðarsett fólk. En það er líka mjög mikilvægt að í samfélagssáttmálanum að hann sé heildstæður. Tillögur stjórnlagaráðs hafi að hennar mati gert þennan samfélagssáttmála að heildstæðri einingu. „Það sem við erum að biðja um og kalla eftir að stjórnvöld geri er að fara með þetta sem einingu og taki við þessu sem einingu og vinni með hana. Þetta er ekkert fullkominn texti, ekki frekar en neitt sem að mannfólkið gerir en vinnum með hann sem einingu,“ svaraði Helga. Stjórnarskrá Víglínan Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Rúmlega 40 þúsund manns, sem er yfir 10% þjóðarinnar, hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að afgreiða breytingar á stjórnarskránni en til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar í vikunni. Helga Baldvins Bjargardóttir, sem er ein þeirra sem staðið hefur að undirskriftasöfnuninni, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Við erum að skora á Alþingi að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar og það er mjög táknrænt að afhenda undirskriftalistann á þriðjudaginn þegar það er átta ára afmæli þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Helga en undirskriftasöfnuninni líkur á morgun. „Okkur finnst þetta vera móðgun við vilja þjóðarinnar,“ segir Helga. Hún segir áskorunina kveða á um að Alþingi afgreiði tillögur um heildstæðar breytingar á stjórnarskránni í takt við þær sem lagt hafi verið upp með í tillögum stjórnlagaráðs sem greidd voru atkvæði um í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, frekar en að farin verði sú leið sem nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum um breytingar í nokkrum áföngum. „Þetta er erfið staða sem uppi er á þingi, það er mikil andstaða og það eru sterk hagsmunaöfl sem standa í vegi fyrir þessum samfélagssáttmála eins og þjóðin skrifaði hann. Þannig í það minnsta væri hægt að samþykkja breytingar á því hvernig við breytum stjórnarskránni til samræmis við nýju stjórnarskrána,“ segir Helga. Vísar hún þar til breytinga sem myndu fela í sér að aðeins þurfi eitt þing að samþykkja stjórnarskrárbreytingar sem síðan þyrfti að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðspurð segist hún skilja ótta þeirra sem ekki séu reiðubúnir til að taka upp nýja stjórnarskrá í heilu lagi eins og hún leggur sig. „Það er rosaleg íhaldssemi. Lögfræðin sem fræðigrein er bara íhaldsöm í sjálfu sér þannig ég skil þetta fullkomlega. En við höfum alveg fordæmi þess að fólk hafi sett sér eigin stjórnarskrá og skrifað samfélagssáttmála frá upphafi. Og það var alltaf ætlunin, alveg frá 1944. Í hruninu hafi fólk vaknað til vitundar að mati Helgu. „Við erum að byggja á einhverjum kolröngum gildum og það sem að mér finnst fallegast og dýrmætast við þessa nýju stjórnarskrá eru þessi grunngildi sem að hún byggir á. Þetta eru heildarhagsmunir,“ segir Helga. Þáttarstjórnandi benti á að stjórnarskráin væri eins konar grundvallarplagg sem hafi í gegnum tíðina þegar verið breytt nokkrum sinnum, meðal annars hafi verið gerðar breytingar á mannréttindakafla, og spurði Helgu hvað hún teldi vanta uppá. Helga nefndi sem dæmi að enn mætti gera betur hvað varðar mannréttinda- og jafnréttiskafla, til að mynda vanti fötlun inn í upptalningu í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þáttarstjórnandi sótti hart að Helgu um að svara því hvers vegna hún teldi ekki duga til að gera úrbætur á almennum lögum, til dæmis hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, í stað þess að bæta orði í upptalningu stjórnarskrárinnar. Þótt mannréttindakafli stjórnarskrárinnar nú innihaldi ekki tæmandi lista yfir alla þá hópa sem hún eigi að verja, eigi hún engu að síðurað ná yfir allt fólk. „Það er verkefni löggjafans og við eigum mikið verk eftir óunnið og það er held ég okkur oft bara til trafala að við séum svona framarlega í jafnrétti að við erum ekki nógu dugleg að endurskoða og líta í eigin barm með hvað það er mikill vegur óunnið fyrir alls konar jaðarsett fólk. En það er líka mjög mikilvægt að í samfélagssáttmálanum að hann sé heildstæður. Tillögur stjórnlagaráðs hafi að hennar mati gert þennan samfélagssáttmála að heildstæðri einingu. „Það sem við erum að biðja um og kalla eftir að stjórnvöld geri er að fara með þetta sem einingu og taki við þessu sem einingu og vinni með hana. Þetta er ekkert fullkominn texti, ekki frekar en neitt sem að mannfólkið gerir en vinnum með hann sem einingu,“ svaraði Helga.
Stjórnarskrá Víglínan Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent